Innlent

Vísar jafnréttiskvörtun til flokkanna

Forseti alþingis Ásta Ragnheiður hefur vísað kvörtun Jafnréttisráðs til flokkanna.
Forseti alþingis Ásta Ragnheiður hefur vísað kvörtun Jafnréttisráðs til flokkanna.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, vísar kvörtun Jafnréttisráðs um kynjahlutfall í landskjörstjórn til flokkanna.

Jafnréttisráð lýsti nýlega yfir undrun á því að jafnréttisjónarmið hefðu ekki verið höfð að sjónarmiði þegar fjórir karlar og og ein kona voru kosin í landskjörstjórn. Ráðið undrast á því að Alþingi gangi með þessu gegn anda jafnréttislaga og vill að kosningin verði endurtekin. Þá er skorað á þingforseta að sjá til þess að slíkt endurtaki sig ekki.

Ásta Ragnheiður segir, í svari við fyrirspurn Fréttablaðins, að landskjörstjórn sé kosin á Alþingi, en ekki skipuð. Á því sé grundvallarmunur. Stjórnmálaflokkarnir bjóði fram fulltrúa sína á framboðslistum og Alþingi kjósi stjórnina.

Ásta bætir því við að þó sé gott að Jafnréttisráð sé á vaktinni.

„En það hlýtur að sjálfsögðu að vita að um kosningar gilda ekki ákvæði laga um skipan í nefndir, stjórnir og ráð hins opinbera.“

Ásta segir að lokum að ekki standi á forseta Alþingis að hvetja til jafnréttis á öllum vígstöðvum.

„En hann getur ekki stjórnað því hverja flokkarnir bjóða fram á framboðslistum sínum í kosningum, þó að hann geti hvatt til að kynjaskipting á framboðslistum sé sem jöfnust.“- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×