Innlent

Traustvekjandi að horfur batna

„Ég er mjög ánægður með þessar fréttir og þessa þróun,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um nýtt mat á Icesave kostnaði ríkisins. „Það er traustvekjandi að horfurnar batna við hvert endurmat skilanefndarinnar, vonandi virkar það róandi á marga.“

Samninganefnd Íslands í Icesave-málinu kynnti í gær nýtt mat á kostnaði ríkisins vegna Icesave-samkomulagsins. Það gerir ráð fyrir því að kostnaður sem falli á ríkið verði 32 milljarðar króna. Í desember taldi nefndin kostnaðinn geta orðið um 47 milljarða.

Lárus Blöndal, sem sæti á í samninganefndinni, sagði að með ákveðnum fyrirvörum gæti verið að enginn kostnaður félli á ríkið, yrði niðurstaða í dómsmálum sem nú stæðu yfir hagstæð.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×