Sveinbjörn: Finnst ég vera góður Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. mars 2011 07:00 Sveinbjörn Pétursson hefur farið hamförum í marki Akureyrar í vetur og var verðlaunaður fyrir góða frammistöðu í gær. Fréttablaðið/Vilhelm 22 ára gamli markvörður Akureyrar, Sveinbjörn Pétursson, var í gær valinn besti leikmaður annars hluta N1-deildar karla. Þessi síðhærði markvörður á stuttbuxunum hefur vakið mikla athygli í vetur fyrir vasklega frammistöðu sem nú hefur skilað honum landsliðssæti. „Svona verðlaun gefa manni aukinn kraft og ýta undir metnaðinn. Ég get ekki neitað því að ég er stoltur af því að fá svona viðurkenningar," segir Sveinbjörn, en hann er að vonum ánægður með eigin frammistöðu í vetur. „Heilt yfir get ég verið nokkuð sáttur þó svo að það sé alltaf eitthvað sem maður vill bæta. Maður vinnur í því á hverri æfingu. Svo má ekki gleyma því að góður markvörður er alltaf með góða vörn fyrir framan sig og hana hef ég svo sannarlega. Strákarnir fyrir framan mig eiga mikið hrós skilið." Sveinbjörn sneri aftur á fornar slóðir fyrir norðan síðasta sumar og þó svo að hann hafi verið góður í fyrra hefur hann algjörlega blómstrað í ár. Hann segist ekki sjá eftir því að hafa ákveðið að fara norður. „Mér líður vel á Akureyri og hefur alltaf liðið vel þar. Ég hef fengið mikið traust frá þjálfaranum, liðinu, stjórninni og öllu fólkinu fyrir norðan. Ég hef líka alltaf haft mikla trú á mér og finnst ég vera góður. Maður þarf að hafa trú á sjálfum sér. Það er hausinn sem hefur komið mér nokkuð langt. Í það minnsta á vellinum, ég veit ekki utan hans," segir Sveinbjörn léttur og hlær við. Þó svo að Sveinbjörn sé farinn að vekja athygli víða er hann ekkert að drífa sig of mikið í því að komast út til þess að spila handbolta. „Ég er rólegur. Tækla einn leik í einu og einn dag í einu. Ég vil gera allt á mínum hraða. Ég vil byrja á því að stimpla mig inn hér og vinna titla með Akureyri áður en ég fer að hugsa eitthvað lengra. Mér liggur ekki lífið á enda ungur og markmenn eru að endast til fertugs í dag. Ef ég held rétt á spilunum get ég verið í boltanum lengi," segir Sveinbjörn, sem er afar ánægður með landsliðssætið. „Það gefur mér mikið og er mikil viðurkenning að vera í þessum frábæra hópi. Þeir eru margir á meðal þeirra bestu og maður lærir eitthvað nýtt á hverri æfingu með þeim. Við það eykst sjálfstraustið. Svo getur maður vonandi líka sýnt eitthvað svo Guðmundur þurfi aðeins að klóra sér í hausnum yfir því hverja hann eigi að velja," segir Sveinbjörn kíminn. Sveinbjörn hefur verið þekktur fyrir sitt síða hár en hann var búinn að skerða það nokkuð um áramótin. Er einhver sérstök ástæða fyrir því? „Ég hef alltaf safnað ágætis makka og svo farið í klippingu fyrir jólin svo ég líti vel út á jólamyndunum hjá mömmu og pabba. Það hefur verið hefðin," segir Sveinbjörn léttur en hann vakti mikla athygli þegar hann tók upp á því að spila á stuttbuxum í markinu. „Ég hef undanfarin ár æft í stuttbuxum og fannst í lagi að prófa einn leik þannig því mér líður vel í stuttbuxunum á æfingum. Það er einn af hverjum 100 boltum sem fer í versta stað á lærið þannig að ég hef ekki áhyggjur af því. Aðalmálið er að mér finnst ég vera léttari á mér og líður betur í stuttbuxunum. Ég er liðugri svona en í þungum bómullarbuxum." Olís-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sjá meira
22 ára gamli markvörður Akureyrar, Sveinbjörn Pétursson, var í gær valinn besti leikmaður annars hluta N1-deildar karla. Þessi síðhærði markvörður á stuttbuxunum hefur vakið mikla athygli í vetur fyrir vasklega frammistöðu sem nú hefur skilað honum landsliðssæti. „Svona verðlaun gefa manni aukinn kraft og ýta undir metnaðinn. Ég get ekki neitað því að ég er stoltur af því að fá svona viðurkenningar," segir Sveinbjörn, en hann er að vonum ánægður með eigin frammistöðu í vetur. „Heilt yfir get ég verið nokkuð sáttur þó svo að það sé alltaf eitthvað sem maður vill bæta. Maður vinnur í því á hverri æfingu. Svo má ekki gleyma því að góður markvörður er alltaf með góða vörn fyrir framan sig og hana hef ég svo sannarlega. Strákarnir fyrir framan mig eiga mikið hrós skilið." Sveinbjörn sneri aftur á fornar slóðir fyrir norðan síðasta sumar og þó svo að hann hafi verið góður í fyrra hefur hann algjörlega blómstrað í ár. Hann segist ekki sjá eftir því að hafa ákveðið að fara norður. „Mér líður vel á Akureyri og hefur alltaf liðið vel þar. Ég hef fengið mikið traust frá þjálfaranum, liðinu, stjórninni og öllu fólkinu fyrir norðan. Ég hef líka alltaf haft mikla trú á mér og finnst ég vera góður. Maður þarf að hafa trú á sjálfum sér. Það er hausinn sem hefur komið mér nokkuð langt. Í það minnsta á vellinum, ég veit ekki utan hans," segir Sveinbjörn léttur og hlær við. Þó svo að Sveinbjörn sé farinn að vekja athygli víða er hann ekkert að drífa sig of mikið í því að komast út til þess að spila handbolta. „Ég er rólegur. Tækla einn leik í einu og einn dag í einu. Ég vil gera allt á mínum hraða. Ég vil byrja á því að stimpla mig inn hér og vinna titla með Akureyri áður en ég fer að hugsa eitthvað lengra. Mér liggur ekki lífið á enda ungur og markmenn eru að endast til fertugs í dag. Ef ég held rétt á spilunum get ég verið í boltanum lengi," segir Sveinbjörn, sem er afar ánægður með landsliðssætið. „Það gefur mér mikið og er mikil viðurkenning að vera í þessum frábæra hópi. Þeir eru margir á meðal þeirra bestu og maður lærir eitthvað nýtt á hverri æfingu með þeim. Við það eykst sjálfstraustið. Svo getur maður vonandi líka sýnt eitthvað svo Guðmundur þurfi aðeins að klóra sér í hausnum yfir því hverja hann eigi að velja," segir Sveinbjörn kíminn. Sveinbjörn hefur verið þekktur fyrir sitt síða hár en hann var búinn að skerða það nokkuð um áramótin. Er einhver sérstök ástæða fyrir því? „Ég hef alltaf safnað ágætis makka og svo farið í klippingu fyrir jólin svo ég líti vel út á jólamyndunum hjá mömmu og pabba. Það hefur verið hefðin," segir Sveinbjörn léttur en hann vakti mikla athygli þegar hann tók upp á því að spila á stuttbuxum í markinu. „Ég hef undanfarin ár æft í stuttbuxum og fannst í lagi að prófa einn leik þannig því mér líður vel í stuttbuxunum á æfingum. Það er einn af hverjum 100 boltum sem fer í versta stað á lærið þannig að ég hef ekki áhyggjur af því. Aðalmálið er að mér finnst ég vera léttari á mér og líður betur í stuttbuxunum. Ég er liðugri svona en í þungum bómullarbuxum."
Olís-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sjá meira