Tíska og hönnun

Ekki búningur en í áttina

Kristín Bergsdóttir. Mynd/GVA
Kristín Bergsdóttir. Mynd/GVA
„Mér þykir gaman að klæðast einhverju sem ég finn að kemur mér í stuð, en ég klæði mig þó aldrei í neitt annað en það sem mér líður vel í,“ segir Kristín Bergsdóttir tónlistarkona.

Hún er að koma sér í partígírinn því næsta laugardagskvöld efnir hún til brasilískrar tónlistarveislu á Bakkusi en tónlistarmenn sem búið hafa í Rio de Janeiro standa að hátíðinni.

„Bæði þegar ég syng á sviði og þegar ég er í vinnunni leyfi ég mér að stíga hálft skref í áttina að því að vera í búningi. Það geri ég til dæmis með því að nota mikið liti og þessi fjaðragríma er í miklu uppáhaldi en hana keypti ég í Barcelona. Það má kannski segja að ég sé gjarnan aðeins ýktari útgáfa að sjálfri mér, sem mér finnst skemmtilegt. Þennan kjól keypti ég fyrir síðustu áramótagleði, hönnun Hugrúnar og Magna í Kronkron. Ég valdi fjólubláar sokkabuxur við því sá litur er ásamt gulum og bláum í miklu uppáhaldi hjá mér núna.“

juliam@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×