Sýnir fyrir 400 hákarla í kvikmyndabransanum 24. febrúar 2011 09:30 Lokaspretturinn Þorvaldur Davíð þarf að standa á sviði frammi fyrir fjögur hundruð hákörlum í bransanum, bæði í New York og Los Angeles. Hann frumsýnir innan skamms óperu í Juilliard-leikhúsinu sem gerist á Íslandi.Fréttablaðið/Arnþór „Þetta er byggt upp á tveggja manna senum og er svona aðaldæmið á lokaárinu,“ segir Þorvaldur Davíð Kristjánsson leiklistarnemi. Hann er á lokaári sínu í Juilliard-háskólanum í New York og fram undan eru því síðustu dagarnir í skóla. Einn hluti af náminu er sýningarvettvangur þar sem útskriftanemarnir láta ljós sitt skína frammi fyrir hákörlunum í bransanum. „Þetta er bara hluti af náminu og fylgir starfinu. Annar helmingurinn er list en hinn bisness.“ Hátt í fjögur hundruð umboðsmenn og svokallaðir „casting directors eða leikarastjórar mæta á þessar sýningar í bæði Los Angeles og New York. Þeir mæla útskriftarnemana út, meta hverjir muni eiga upp á pallborðið og hverjir ekki. „Við byrjum 4. apríl hérna í New York og fljúgum síðan til Los Angeles tveimur vikum seinna. Síðan eru einhver fundahöld í kringum þetta og annað slíkt.“ Þorvaldur vill þó ekki gera of mikið úr þessum sýningum, segir þetta svipað og aðrir háskólar geri fyrir sína nemendur; þeir reyni að mynda brú milli atvinnulífsins og skólans. „Út á þetta gengur þetta, að koma sér á framfæri og mynda tengsl.“ Þorvaldur hefur verið að leika í nokkrum sýningum á vegum skólans og segist hafa fundið fyrir smá áhuga á sér. Hann hefur átt nokkra fundi með umboðsmönnum, án þess þó að vera með neitt fast í hendi. Hann býst allt eins við því að ílengjast í New York eftir að námi lýkur, hann segir að sér líði vel í Stóra eplinu og hann er búinn að trúlofast kærustu sinni, Hrafntinnu Viktoríu. Þorvaldur þarf reyndar að koma heim til Íslands á þessu ári því hann leikur Stebba sækó í kvikmyndinni Svartur á leik. Og svo er hann að fara að frumsýna óperu í Juilliard-leikhúsinu. „Hún gerist reyndar á Íslandi í kringum 1890. Ég samdi handritið og vinur minn í skólanum sér um tónlistina.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Sjá meira
„Þetta er byggt upp á tveggja manna senum og er svona aðaldæmið á lokaárinu,“ segir Þorvaldur Davíð Kristjánsson leiklistarnemi. Hann er á lokaári sínu í Juilliard-háskólanum í New York og fram undan eru því síðustu dagarnir í skóla. Einn hluti af náminu er sýningarvettvangur þar sem útskriftanemarnir láta ljós sitt skína frammi fyrir hákörlunum í bransanum. „Þetta er bara hluti af náminu og fylgir starfinu. Annar helmingurinn er list en hinn bisness.“ Hátt í fjögur hundruð umboðsmenn og svokallaðir „casting directors eða leikarastjórar mæta á þessar sýningar í bæði Los Angeles og New York. Þeir mæla útskriftarnemana út, meta hverjir muni eiga upp á pallborðið og hverjir ekki. „Við byrjum 4. apríl hérna í New York og fljúgum síðan til Los Angeles tveimur vikum seinna. Síðan eru einhver fundahöld í kringum þetta og annað slíkt.“ Þorvaldur vill þó ekki gera of mikið úr þessum sýningum, segir þetta svipað og aðrir háskólar geri fyrir sína nemendur; þeir reyni að mynda brú milli atvinnulífsins og skólans. „Út á þetta gengur þetta, að koma sér á framfæri og mynda tengsl.“ Þorvaldur hefur verið að leika í nokkrum sýningum á vegum skólans og segist hafa fundið fyrir smá áhuga á sér. Hann hefur átt nokkra fundi með umboðsmönnum, án þess þó að vera með neitt fast í hendi. Hann býst allt eins við því að ílengjast í New York eftir að námi lýkur, hann segir að sér líði vel í Stóra eplinu og hann er búinn að trúlofast kærustu sinni, Hrafntinnu Viktoríu. Þorvaldur þarf reyndar að koma heim til Íslands á þessu ári því hann leikur Stebba sækó í kvikmyndinni Svartur á leik. Og svo er hann að fara að frumsýna óperu í Juilliard-leikhúsinu. „Hún gerist reyndar á Íslandi í kringum 1890. Ég samdi handritið og vinur minn í skólanum sér um tónlistina.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Sjá meira