Vill ekki predika yfir fólki 24. febrúar 2011 22:00 pj harvey Áttunda hljóðversplata PJ Harvey, Let England Shake, er nýkomin út. Platan fær mjög góða dóma.nordicphotos/getty f Áttunda plata ensku söngkonunnar PJ Harvey, Let England Shake, er nýkomin út. Í textunum leitar hún í fyrsta sinn út á við í stað þess að kafa ofan í eigið tilfinningalíf. Let England Shake var tekin upp í enskri kirkju síðasta vor með aðstoð Johns Parish, Micks Harvey og upptökustjórans Flood sem hafa allir unnið áður með söngkonunni. Á plötunni ákvað PJ Harvey að leita út á við í textagerð sinni og fjalla um málefni líðandi stundar. Hún gerir sér samt grein fyrir því að hún er fyrst og fremst tónlistarmaður og reynir að syngja eins og einhver sem fylgist með stjórnmálum utan frá. „Mér finnst það betra vegna þess að þegar stjórnmálum er blandað saman við tónlist finnst mér oft eins og verið sé að predika yfir mér og ég hef engan áhuga á að taka þátt í slíku,“ sagði hún í viðtali við BBC. Polly Jean Harvey fæddist 9. október 1969. Hún varð fljótt heltekin af alls konar tónlist. Foreldrar hennar voru miklir aðdáendur bandarískrar blústónlistar og tónlistarmannsins sáluga Captain Beefheart og á yngri árum hlustaði hún á nýrómantísk bönd á borð við Soft Cell, Duran Duran og Spandau Ballet. Á unglingsárunum tóku síðan við bandarískar rokksveitir eins og Pixies, Television og Slint. Árið 1991 stofnaði hún tríó sem hét einfaldlega PJ Harvey og ári síðar kom út fyrsta platan, Dry, sem hlaut mjög góðar viðtökur. Grípandi rokkið þar sem kröftug rödd Harvey fékk að njóta sín féll vel í kramið. Tímaritið NME gaf henni 9 af 10 í einkunn og Rolling Stone kaus Harvey lagahöfund ársins og besta kvenkyns nýliðann. Ári síðar kom út platan Rid Of Me þar sem Steve Albini var upptökustjóri. Útkoman var hrá eins og við er að búast þegar Albini er annars vegar. Dómarnir voru góðir en platan þótti ekki eins aðgengileg og sú síðasta. Tilnefning til bresku Mercury-verðlaunanna sýndi þó að Harvey var að festa sig í sessi í tónlistarbransanum. Næsta plata, To Bring You My Love, var tekin upp af Flood sem hefur starfað með U2, Depeche Mode og Sigur Rós. Í þetta sinn var PJ Harvey-tríóið hætt og söngkonan ein á báti. Hljómurinn var undir bandarískum blúsáhrifum og með plötunni náði Harvey í fyrsta sinn almennum vinsældum. Dómar voru góðir víða um heim og sölutölur þær hæstu til þessa. Sömuleiðis var platan tilnefnd til tvennra Grammy-verðlauna og til Mercury-verðlaunanna í annað sinn. Sumir telja að næsta plata hennar, Stories From the City Stories, From the Sea, sé sú besta frá PJ Harvey til þessa. Þar söng hún um ást sína á New York-borg og seldist platan í einni milljón eintaka. Grammy-tilnefningarnar voru aftur tvær en í þetta sinn hlaut hún Mercury-verðlaunin í þriðju tilraun. Plöturnar Uh Huh Her og White Chalk fylgdu síðan í kjölfarið og núna er röðin komin að Let England Shake. Hún hefur fengið frábæra dóma, þar á meðal fimm stjörnur í tímaritinu Q, og þykir á meðal hennar bestu verka, sem eru sérlega góð meðmæli þegar PJ Harvey er annars vegar. freyr@frettabladid.isf Lífið Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Sjá meira
f Áttunda plata ensku söngkonunnar PJ Harvey, Let England Shake, er nýkomin út. Í textunum leitar hún í fyrsta sinn út á við í stað þess að kafa ofan í eigið tilfinningalíf. Let England Shake var tekin upp í enskri kirkju síðasta vor með aðstoð Johns Parish, Micks Harvey og upptökustjórans Flood sem hafa allir unnið áður með söngkonunni. Á plötunni ákvað PJ Harvey að leita út á við í textagerð sinni og fjalla um málefni líðandi stundar. Hún gerir sér samt grein fyrir því að hún er fyrst og fremst tónlistarmaður og reynir að syngja eins og einhver sem fylgist með stjórnmálum utan frá. „Mér finnst það betra vegna þess að þegar stjórnmálum er blandað saman við tónlist finnst mér oft eins og verið sé að predika yfir mér og ég hef engan áhuga á að taka þátt í slíku,“ sagði hún í viðtali við BBC. Polly Jean Harvey fæddist 9. október 1969. Hún varð fljótt heltekin af alls konar tónlist. Foreldrar hennar voru miklir aðdáendur bandarískrar blústónlistar og tónlistarmannsins sáluga Captain Beefheart og á yngri árum hlustaði hún á nýrómantísk bönd á borð við Soft Cell, Duran Duran og Spandau Ballet. Á unglingsárunum tóku síðan við bandarískar rokksveitir eins og Pixies, Television og Slint. Árið 1991 stofnaði hún tríó sem hét einfaldlega PJ Harvey og ári síðar kom út fyrsta platan, Dry, sem hlaut mjög góðar viðtökur. Grípandi rokkið þar sem kröftug rödd Harvey fékk að njóta sín féll vel í kramið. Tímaritið NME gaf henni 9 af 10 í einkunn og Rolling Stone kaus Harvey lagahöfund ársins og besta kvenkyns nýliðann. Ári síðar kom út platan Rid Of Me þar sem Steve Albini var upptökustjóri. Útkoman var hrá eins og við er að búast þegar Albini er annars vegar. Dómarnir voru góðir en platan þótti ekki eins aðgengileg og sú síðasta. Tilnefning til bresku Mercury-verðlaunanna sýndi þó að Harvey var að festa sig í sessi í tónlistarbransanum. Næsta plata, To Bring You My Love, var tekin upp af Flood sem hefur starfað með U2, Depeche Mode og Sigur Rós. Í þetta sinn var PJ Harvey-tríóið hætt og söngkonan ein á báti. Hljómurinn var undir bandarískum blúsáhrifum og með plötunni náði Harvey í fyrsta sinn almennum vinsældum. Dómar voru góðir víða um heim og sölutölur þær hæstu til þessa. Sömuleiðis var platan tilnefnd til tvennra Grammy-verðlauna og til Mercury-verðlaunanna í annað sinn. Sumir telja að næsta plata hennar, Stories From the City Stories, From the Sea, sé sú besta frá PJ Harvey til þessa. Þar söng hún um ást sína á New York-borg og seldist platan í einni milljón eintaka. Grammy-tilnefningarnar voru aftur tvær en í þetta sinn hlaut hún Mercury-verðlaunin í þriðju tilraun. Plöturnar Uh Huh Her og White Chalk fylgdu síðan í kjölfarið og núna er röðin komin að Let England Shake. Hún hefur fengið frábæra dóma, þar á meðal fimm stjörnur í tímaritinu Q, og þykir á meðal hennar bestu verka, sem eru sérlega góð meðmæli þegar PJ Harvey er annars vegar. freyr@frettabladid.isf
Lífið Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Sjá meira