Skrítinn kór af Skólavörðustíg til Hollywood 23. febrúar 2011 08:00 Bræðrasamstarf Bræðurnir Atli og Karl tóku höndum saman við gerð tónlistar fyrir kvikmyndina The Eagle. Karlakórinn Alþýða, sem Karl er hluti af, söng inn á myndina fyrir rómverska hermenn. „Atli bróðir fann sérkennileg hljóðfæri úti um allt Skotland fyrir þessa mynd og skrítinn kór á Skólavörðustígnum," segir Karl Örvarsson tónlistarmaður. Söngur Karlakórsins Alþýðu hljómar í Hollywood-kvikmyndinni The Eagle en tónskáldið Atli Örvarsson, sem hefur verið búsettur í Bandaríkjunum, semur einmitt tónlistina við hana. Meðal þeirra sem skipa kórinn Alþýðu auk Kalla Örvars eru veitingamennirnir Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson, að ógleymdum Karli Th. Birgissyni, nýráðnum ritstjóra Eyjunnar. Karl segist ekki vera búinn að sjá myndina; hann viti því ekkert hversu mikið þeir heyrist í myndinni en hafi þó óljósar fregnir af því að nöfn kórstjórans, Eiríks Stephensen, og kórsins sjálfs birtist á kreditlista myndarinnar í lokin. „Upptökurnar fóru þannig fram að við mættum í klúbb-/æfingahúsnæðið og Eiríkur var með Atla í heyrnartólum sem gaf honum takt og tóntegund. Svo fékk hann bara merki frá Atla og kórstjórinn sló okkur áfram með sprotanum." Fréttablaðið hafði samband við Atla til að forvitnast um þetta merkilega samstarf. „Leikstjóri myndarinnar, Kevin Macdonald, vildi fá kór í myndina til að syngja fyrir rómversku hermennina. Hann vildi alls ekki hafa „prófessjonal" kór heldur bara svona venjulega karla," segir Atli og eftir að hafa lagt höfuðið í bleyti varð honum hugsað til karlaklúbbs bróður síns og kórsins. „Við vorum heldur ekkert feimnir við að reykja og drekka bjór meðan á upptökum stóð," skýtur Karl að. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Atli nýtir sér fjölskyldutengsl við tónsmíðar sínar fyrir kvikmyndir því Þórhildur systir hans hefur sungið inn á nokkur tónverk fyrir hvíta tjaldið. Rödd hennar hljómar einnig í þessari mynd sem skartar meðal annars Billy Elliot-leikaranum Jamie Bell og Donald Sutherland í aðalhlutverkum. Atli lagðist í mikla rannsóknarvinnu fyrir myndina og fór meðal annars til Skotlands og tók upp sérfræðinga í keltneskri tónlist. „Við vildum finna þessa alvöru tóna og hljóma og tókum þess vegna upp hljóðfæraleikara frá Írlandi og Skotlandi. Svo notuðumst við einnig við eftirmynd af keltneskum herlúðri sem hefur fundist á Bretlandseyjum og í Normandí," útskýrir Atli en The Eagle gerist á Skotlandi í kringum 1040. Myndin er komin í sýningar í íslenskum kvikmyndahúsum. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Sjá meira
„Atli bróðir fann sérkennileg hljóðfæri úti um allt Skotland fyrir þessa mynd og skrítinn kór á Skólavörðustígnum," segir Karl Örvarsson tónlistarmaður. Söngur Karlakórsins Alþýðu hljómar í Hollywood-kvikmyndinni The Eagle en tónskáldið Atli Örvarsson, sem hefur verið búsettur í Bandaríkjunum, semur einmitt tónlistina við hana. Meðal þeirra sem skipa kórinn Alþýðu auk Kalla Örvars eru veitingamennirnir Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson, að ógleymdum Karli Th. Birgissyni, nýráðnum ritstjóra Eyjunnar. Karl segist ekki vera búinn að sjá myndina; hann viti því ekkert hversu mikið þeir heyrist í myndinni en hafi þó óljósar fregnir af því að nöfn kórstjórans, Eiríks Stephensen, og kórsins sjálfs birtist á kreditlista myndarinnar í lokin. „Upptökurnar fóru þannig fram að við mættum í klúbb-/æfingahúsnæðið og Eiríkur var með Atla í heyrnartólum sem gaf honum takt og tóntegund. Svo fékk hann bara merki frá Atla og kórstjórinn sló okkur áfram með sprotanum." Fréttablaðið hafði samband við Atla til að forvitnast um þetta merkilega samstarf. „Leikstjóri myndarinnar, Kevin Macdonald, vildi fá kór í myndina til að syngja fyrir rómversku hermennina. Hann vildi alls ekki hafa „prófessjonal" kór heldur bara svona venjulega karla," segir Atli og eftir að hafa lagt höfuðið í bleyti varð honum hugsað til karlaklúbbs bróður síns og kórsins. „Við vorum heldur ekkert feimnir við að reykja og drekka bjór meðan á upptökum stóð," skýtur Karl að. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Atli nýtir sér fjölskyldutengsl við tónsmíðar sínar fyrir kvikmyndir því Þórhildur systir hans hefur sungið inn á nokkur tónverk fyrir hvíta tjaldið. Rödd hennar hljómar einnig í þessari mynd sem skartar meðal annars Billy Elliot-leikaranum Jamie Bell og Donald Sutherland í aðalhlutverkum. Atli lagðist í mikla rannsóknarvinnu fyrir myndina og fór meðal annars til Skotlands og tók upp sérfræðinga í keltneskri tónlist. „Við vildum finna þessa alvöru tóna og hljóma og tókum þess vegna upp hljóðfæraleikara frá Írlandi og Skotlandi. Svo notuðumst við einnig við eftirmynd af keltneskum herlúðri sem hefur fundist á Bretlandseyjum og í Normandí," útskýrir Atli en The Eagle gerist á Skotlandi í kringum 1040. Myndin er komin í sýningar í íslenskum kvikmyndahúsum. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Sjá meira