Varað við fleiri bankagjaldþrotum í Danmörku 8. febrúar 2011 09:12 Fjármálaeftirlit Danmerkur hefur varað við því að fleiri bankagjaldþrot séu í farvatninu í kjölfar þess að Amagerbanken féll með hvelli um helgina. Raunar hefur Amagerbanken þegar dregið lítinn sparisjóð, Sparekassen Midtfjord, með sér í fallinu. Danska fjármálaeftirlitið liggur undir harðri gagnrýni fyrir að hafa ekki stöðvað rekstur Amagerbankans löngu áður en hann komst í þrot. Í danska þinginu er nú komin fram krafa um að þáttur fjármálaeftirlitsins verði sérstaklega rannsakaður. Eftirlitið hefur svarað þessu fullum hálsi og bent á að það hafi reglulega gefið út aðvaranir um slæma stöðu Amagerbankans frá árinu 2009. Upphæðin sem tapast vegna Amagerbankans fer enn hækkandi og er nú komin í 15 milljarða danskra kr. í heildina eða yfir 300 milljarða kr. Þar af er talið að danska ríkið muni tapa tæpum 7 milljörðum danskra kr. Þar með er tapið meira en þegar Roskilde Bank varð gjaldþrota. Í dönskum fjölmiðlum hefur verið birtir listi yfir þar sem 100 dönskum bönkum er raðað upp í samræmi við mat á hve öruggir þeir eru. Efstir á listanum, og þar með öruggustu bankarnir, eru tveir sparisjóðir þ.e. Hals Sparekasse og Fanö Sparekasse. BankNordik, áður Færeyjabanki, er talinn sjötti öruggasti banki Danmerkur. BankNordik er skráður í kauphöllinni hér á landi. Af þekktum bönkum á listanum má nefna að Danske Bank er í 18. sæti og FIH bankinn, sem áður var í íslenskri eigu er í 28. sæti. Athygli vekur að Amagerbanken er í 90. sæti á listanum þótt hann sé þegar kominn í þrot. Botnsætin tvö verma svo Morsö Sparekasse og Finansbanken. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjármálaeftirlit Danmerkur hefur varað við því að fleiri bankagjaldþrot séu í farvatninu í kjölfar þess að Amagerbanken féll með hvelli um helgina. Raunar hefur Amagerbanken þegar dregið lítinn sparisjóð, Sparekassen Midtfjord, með sér í fallinu. Danska fjármálaeftirlitið liggur undir harðri gagnrýni fyrir að hafa ekki stöðvað rekstur Amagerbankans löngu áður en hann komst í þrot. Í danska þinginu er nú komin fram krafa um að þáttur fjármálaeftirlitsins verði sérstaklega rannsakaður. Eftirlitið hefur svarað þessu fullum hálsi og bent á að það hafi reglulega gefið út aðvaranir um slæma stöðu Amagerbankans frá árinu 2009. Upphæðin sem tapast vegna Amagerbankans fer enn hækkandi og er nú komin í 15 milljarða danskra kr. í heildina eða yfir 300 milljarða kr. Þar af er talið að danska ríkið muni tapa tæpum 7 milljörðum danskra kr. Þar með er tapið meira en þegar Roskilde Bank varð gjaldþrota. Í dönskum fjölmiðlum hefur verið birtir listi yfir þar sem 100 dönskum bönkum er raðað upp í samræmi við mat á hve öruggir þeir eru. Efstir á listanum, og þar með öruggustu bankarnir, eru tveir sparisjóðir þ.e. Hals Sparekasse og Fanö Sparekasse. BankNordik, áður Færeyjabanki, er talinn sjötti öruggasti banki Danmerkur. BankNordik er skráður í kauphöllinni hér á landi. Af þekktum bönkum á listanum má nefna að Danske Bank er í 18. sæti og FIH bankinn, sem áður var í íslenskri eigu er í 28. sæti. Athygli vekur að Amagerbanken er í 90. sæti á listanum þótt hann sé þegar kominn í þrot. Botnsætin tvö verma svo Morsö Sparekasse og Finansbanken.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira