Handbolti

Björgvin og Hreiðar ekki ánægðir með matinn

Henry Birgir Gunnarsson í Linköping skrifar

Það mun mikið mæða á markvörðunum okkar, þeim Björgvini Páli Gústavssyni og Hreiðari Levý Guðmundssyni, er Ísland mætir Japan á HM í kvöld.

Vísir hitti þá félaga í gær og ræddi við þá um daginn og veginn. Þeir eru ekki alveg nógu ánægðir með hótel landsliðsins.

"Hótelið mætti vera betri. Maturinn er svona lala og ýmislegt sem mætti laga hjá Svíunum," sagði Björgvin og Hreiðar tók undir með félaga sínum.

"Þeir fullnýta matinn. Í gær var wokafgangur. Laxinn þrínýttur og allt. Þetta er ætt samt."

Það er tiltölulega stutt á Mc Donald´s frá hóteli landsliðsins og Björgvin segir Kára Kristján hafa mikinn áhuga á að taka út matinn þar.

Þeir Björgvin og Hreiðar deila herbergi á landsliðsferðum og segja að samveran sé góð.

"Við getum spjallað endalaust saman. Erum ekki í tölvuleikjum en horfum stundum á eitthvað. Þetta er svo sem engin skemmtidagskrá á herbergjunum. Við erum að slappa af og safna kröftum," sagði Hreiðar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×