Körfubolti

NBA í nótt: LeBron með 51 stig í sigri á Orlando

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
LeBron James í leiknum í nótt.
LeBron James í leiknum í nótt. Mynd/AP

LeBron James fór mikinn þegar að lið hans, Miami Heat, vann sigur á grönnum sínum í Orlando Heat, 104-100.

James skoraði alls 51 stig í leiknum, tók ellefu fráköst og gaf átta stoðsendingar. Hann skoraði 23 stig bara í fyrsta leikhluta en þetta var það mesta sem hann hefur skorað í einum leik frá upphafi og það fimmta mesta á ferlinum.

Dwyane Wade bætti við fimmtán stigum og Chris Bosh þrettán en þetta var fjórði sigur Miami í röð.

Jameer Nelson skoraði 22 stig fyrir Orlando og Dwight Howard var með sautján stig og sextán fráköst. Jason Richardson var með sextán stig.

Miami náði mest 23 stiga forystu í leiknum en Orlando náði að minnka muninn verulega á síðustu sex mínútunum án þess þó að ná forystunni.

San Antonio vann LA Lakers, 89-88. Antonio McDyess skoraði sigurkörfu San Antonio í leiknum þegar hann fylgdi eftir skoti Tim Duncan á lokasekúndum leiksins.

Golden State vann Milwaukee, 100-94. Monta Ellis og Stephen Curry skoruðu saman fimmtán stig á síðustu fimm mínútum leiksins fyrir Golden State og tryggðu sínum mönnum sigurinn.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×