Körfubolti

Kobe vantar enn 5621 stig til að ná Jordan - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant í leiknum í nótt.
Kobe Bryant í leiknum í nótt. Mynd/AP
Kobe Bryant komst í nótt upp í tíunda sætið yfir stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar frá upphafi en Kobe hefur nú skorað 26671 stig í 1056 leikjum eða 25,3 stig að meðaltali í leik.

Kobe Bryant ýtti Dominique Wilkins út af topp tíu listanum í sigri Lakers á Detroit í nótt en Wilkins skoraði 26668 stig í 1074 leikjum á sínum ferli eða 24,8 að meðaltali í leik. Það má sjá körfuna sem kom Kobe inn á topp tíu með því að smella hér.

Kobe Bryant vantar nú aðeins 39 stig til þess að ná Oscar Robertson sem er í 9. sæti en það er öllu lengra í hetjuna hans Michael Jordan sem er í 3. sætinu með 32292 stig í 1072 leikjum eða 30,1 stig að meðaltali í leik.

Bryant er því enn 5621 stigum á eftir Jordan en athygli vekur að hann er samt á undan Jordan þegar tölur þeirra eru bornar saman miðað við aldur.

Jordan var búinn að skora 24489 stig þegar hann var 32 ára (tímabilið 1995-96) eða 2182 stigum færra en Bryant hefur gert þegar sama tímabil er hálfnað hjá honum.

Stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar frá upphafi:

1. Kareem Abdul-Jabbar 38387

2. Karl Malone 36928

3. Michael Jordan 32292

4. Wilt Chamberlain 31419

5. Shaquille O'Neal 28500

6. Moses Malone 27409

7. Elvin Hayes 27313

8. Hakeem Olajuwon 26946

9. Oscar Robertson 26710

10. Kobe Bryant 26671



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×