Handbolti

Bitter: Guðjón Valur er einn sá besti í heimi

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar

„Við verðum að gera betur en í leikjunum á Íslandi á dögunum," segir Johannes Bitter markvörður Þjóðverja í viðtali við Hörð Magnússon á Stöð 2 sport. Bitter og félagar eru án stiga í milliriðlinu og leika gegn Íslendingum í dag kl. 17.30.

Bitter segir að þýska liðið hafi farið vel yfir leiki Íslands á myndbandsfundum. „Við sjáum leikina skýrt fyrir okkur. Íslensku skytturnar eru góðar. Aron Pálmarsson er ungur leikmaður með mikla reynslu og Guðjón Valur Sigurðsson er einn besti hornamaður í heimi," segir Bitter m.a. í viðtalinu sem er hægt að skoða í heild sinni með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan.

HM þátturinn Þorsteinn J. & gestir hefst kl. 16.20 í dag og leikurinn hefst 17.30. Eftir leik hefst samantektarþáttur hjá Þorsteini J og í framhaldinu verða tveir leikir sýndir. Frakkland - Ungverjaland kl. 20 og Spánn - Noregur 21.25.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×