Íslenski boltinn

Dóra María til Svíþjóðar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dóra María fagnar Íslandsmeistaratitlinum.
Dóra María fagnar Íslandsmeistaratitlinum.

Þó svo Dóra María Lárusdóttir hafi hafnað Rayo Vallecano á dögunum mun hún samt spila erlendis á næstu leiktíð. Hún er nefnilega búin að semja við sænska félagið Djurgarden. Fótbolti.net greinir frá þessu.

Hjá félaginu hittir hún fyrir gamlan félaga úr Val, Guðbjörgu Gunnarsdóttur, sem stendur á milli stanganna hjá félaginu.

Eftir því sem fram kemur í fréttinni samdi Dóra María við félagið til eins árs.

Valur missir mikið í Dóru Maríu enda verið lykilmaður hjá félaginu um árabil og var hún valin besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×