Handbolti

Guðmundur: Vonum það besta með Ólaf

Henry Birgir Gunnarsson í Norrköping skrifar

Guðmundur Guðmundsson var ánægður að hafa landað tveimur stigum gegn Brasilíu en honum finnst alltaf erfitt að glíma við þessu svokölluðu skylduverkefni.

"Þetta eru eiginlega verstu leikirnir. Það er alltaf hætta á því að menn vanmeti andstæðinginn og það er stórhættulegt. Um leið og maður slakar á gegn svona liði gengur það á lagið," sagði Guðmundur sem býst við erfiðum leik gegn Japan sem sló í gegn í dag.

"Það verður mjög erfiður leikur. Við fáum á okkur framliggjandi vörn og verðum að undirbúa okkur gríðarlega vel fyrir þann leik. Sem betur fer fáum við smá tíma til þess að undirbúa þann leik því þarna mætir okkur allt annar handbolti en við erum vanir. Við verðum að spila mjög vel til þess að vinna Japan."

Ólafur Stefánsson hvíldi í kvöld vegna meiðsla. Hvaða líkur eru á því að hann spili gegn Japan?

"Við tökum stöðuna á honum á morgun vonum það besta. Vonandi er þetta ekkert alvarlegt. Það er búið að ganga úr skugga um að ekkert sést á myndum. Þess vegna vonum við að hann komi inn í slaginn aftur sem fyrst."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×