Innlent

Ræddu Icesave fram á nótt

Þriðja og síðasta umræða um Icesave frumvarpið stóð langt fram á nótt, en hún hófst á fimmta tímanum í gærdag.

Þrjár breytingatillögur komu fram sem miða að því að þjóðaratkvæðagreiðsla verði um málið og verður greitt atkvæði um þær og frumvarpið eftir hádegi í dag.

Tæplega 28 þúsund manns höfðu tekið þátt í undriskriftasöfnun samtakanna Samstöðu þjóðar klukkan sex í morgun, þar sem skorað er á froseta Íslands að undirrita ekki lögin, en vísa þeim í þjóðaratkvæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×