Körfubolti

Peja Stojakovic samdi við Dallas Mavericks

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Dallas samdi í gær við Peja Stojakovic
Dallas samdi í gær við Peja Stojakovic AP

Dallas samdi í gær við Peja Stojakovic sem er þaulreyndur skotbakvörður en hann á fylla það skarð sem Caron Butler skilur eftir - en Butler er úr leik vegna meiðsla út tímabilið. Stojakovic, sem er Serbi, hefur komið víða við á ferlinum og skorað um 17 stig að meðaltali í NBA deildinni í körfubolta.

Stojakovic hefur átt við meiðsli að stríða á undanförnum leiktíðum en hann lék með Toronto Raptors áður en hann samdi við Dallas.

Stojakovic hóf ferilinn í NBA deildinn árið 1998 hjá Sacramento Kings og þar lék hann fram á mitt tímabil 2005-2006 þegar hann fór til Indiana Pacers í leikmannaskiptum.

Hann staldraði stutt við þar og lék með New Orleans 5 ½ tímabil áður en hann fór til Kanada s.l. sumar. Stojakovic er ein besta þriggja stiga skytta NBA frá upphafi en hann er með 40% skotnýtingu. Hann skoraði 24,3 stig að að meðtali í leik veturinn 2003-2004 en í vetur hefur hann skorað 10 stig að meðaltali.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×