Körfubolti

NBA í nótt: Annað tap Miami í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carmelo Anthony í leiknum í nótt.
Carmelo Anthony í leiknum í nótt. Mynd/AP

Miami Heat tapaði sínum öðrum leik í NBA-deildinni í körfubolta í röð en í nótt mátti liðið sætta sig við tap fyrir Denver Nuggets, 130-102.

Liðið tapaði fyrir LA Clippers deginum áður en í þeim leik meiddist LeBron James á ökkla og spilaði hann því ekki með gegn Denver í nótt.

Varamaðurinn JR Smith skoraði 28 stig fyrir Denver og Carmelo Anthony bætti við 21. Þetta var annar sigur Denver í nótt en liðið vann Phoenix með 34 stiga mun þar á undan.

Chris Bosh skoraði 24 stig fyrir miami og Dwayne Wade sextán en liðið saknaði greinilega James að þessu sinni. Þetta var í fyrsta sinn sem liðið tapar tveimur leikjum í röð síðan í nóvember.

Sigur Denver var öruggur en liðið var mest með 32 stiga forystu í þriðja leikhluta.

Oklahoma City vann Orlando, 125-124. Kevin Durant skoraði 36 stig og Russell Westbrook 32 fyrir Oklahoma City.

Minnesota vann Washington, 109-97. Kevin Love var með 35 stig og ellefu fráköst og Darko Milicic fjórtán og ellefu fráköst. Washington hefur ekki enn unnið leik á útivelli á tímabilinu.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×