Handbolti

Sverre: Ætlum að selja okkur dýrt

Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar

Varnartröllið Sverre Jakobsson segir að íslenska liðið hafi klúðrað sínum möguleikum á HM sjálft en ætli sér samt að enda mótið með sigri í dag.

"Það er skrítið að eiga bara einn leik eftir. Þetta er búið að vera langt ferðalag. Upp og niður eins og svo oft í lífinu. Við einblínum á að enda þetta á góðu nótunum," sagði Sverre.

"Við verðum að njóta þess að spila þennan leik. Þessi leikur skiptir enn miklu máli að mörgu leyti þó svo við höfum stefnt að öðru. Svo er alltaf gaman að spila við Króata og við munum selja okkur dýrt.

"Við erum búnir að sætta okkur við þetta. Við klúðruðum þessu sjálfir. Þjóðverjaleikurinn var mikil vonbrigði. Það er stutt á milli í þessu og það gekk ekki upp að þessu sinni því miður.

"Það mun reyna á gegn Króötum og við verðum að vera þolinmóðir. Þeir eru svekktir eins og við. Ætluðu sér meira eins og við. Það er samt skemmtilegra að enda svona mót með sigri," sagði Sverre.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×