Trúnaði af símtali Davíðs og Kings verði aflétt 25. janúar 2011 14:48 Kristján Þór Júlíusson þingmaður Sjálfstæðisflokksins Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Alþingi í dag að hann hefði óskað eftir því að Fjárlaganefndin fari fram á að trúnaði af samtali Davíðs Oddssonar, fyrrverandi Seðlabankastjóra og Mervyn Kings, bankastjóra Englandsbanka, verði aflétt. Símtalið var lesið upp fyrir fulltrúa fjárlaganefndar í gær en Davíð hefur haldið því fram að bankastjórinn hafi sagt að Íslendingar þyrftu ekki að greiða Icesave skuldina. Sjálfur hefur breski bankastjórinn sagt að hann vissi ekki að símtal hans við Davíð væri hljóðritað. Kristján sagði að miklar umræður hefðu sprottið upp í fjölmiðlum og í þinginu um hvað fór þeim á milli. Hann líkti málinu við Icesave málið sem var trúnaðarmál í upphafi en það hafi svo verið gert opinbert. Það sama ætti að gilda um samtal bankastjóranna. Kristján spurði á Alþingi í dag hvort að til væru reglur sem færu með trúnaðarupplýsingar. „Þetta minnir á það þegar við byrjuðum umræðurnar um Icesave, þá var fullur trúnaður og svo mikill á gögnum málsins að þetta var lokað af inni í herbergi og þangað inn þurfti talnalás og lesa þurfti gögnin undir öryggisvörslur. Sem betur fer var þessu létt af." „En í ljósi þessarar umræðu vil ég upplýsa um það að ég óskaði eftir því að Fjárlaganefndin fari fram á það að trúnaði af þessu samtali yrði aflétt þannig að menn losni undan þeirri pressu sem verið hefur á þeim allt frá því að fundi lauk í gærkvöldi," sagði Kristján. Icesave Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Alþingi í dag að hann hefði óskað eftir því að Fjárlaganefndin fari fram á að trúnaði af samtali Davíðs Oddssonar, fyrrverandi Seðlabankastjóra og Mervyn Kings, bankastjóra Englandsbanka, verði aflétt. Símtalið var lesið upp fyrir fulltrúa fjárlaganefndar í gær en Davíð hefur haldið því fram að bankastjórinn hafi sagt að Íslendingar þyrftu ekki að greiða Icesave skuldina. Sjálfur hefur breski bankastjórinn sagt að hann vissi ekki að símtal hans við Davíð væri hljóðritað. Kristján sagði að miklar umræður hefðu sprottið upp í fjölmiðlum og í þinginu um hvað fór þeim á milli. Hann líkti málinu við Icesave málið sem var trúnaðarmál í upphafi en það hafi svo verið gert opinbert. Það sama ætti að gilda um samtal bankastjóranna. Kristján spurði á Alþingi í dag hvort að til væru reglur sem færu með trúnaðarupplýsingar. „Þetta minnir á það þegar við byrjuðum umræðurnar um Icesave, þá var fullur trúnaður og svo mikill á gögnum málsins að þetta var lokað af inni í herbergi og þangað inn þurfti talnalás og lesa þurfti gögnin undir öryggisvörslur. Sem betur fer var þessu létt af." „En í ljósi þessarar umræðu vil ég upplýsa um það að ég óskaði eftir því að Fjárlaganefndin fari fram á það að trúnaði af þessu samtali yrði aflétt þannig að menn losni undan þeirri pressu sem verið hefur á þeim allt frá því að fundi lauk í gærkvöldi," sagði Kristján.
Icesave Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira