Byggjum upp fjölskylduvænt samfélag Elín Björg Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2011 06:00 Viðræður um kjarasamninga eru nú að komast á skrið eftir hlé yfir hátíðarnar. BSRB hefur kynnt viðsemjendum sínum þau verkefni sem bandalaginu hafa verið falin af aðildarfélögunum til að fara með fyrir hönd þeirra. Samningsrétturinn sjálfur er enn sem fyrr hjá aðildarfélögunum. Nokkur umræða hefur orðið um kröfu BSRB um 36 stunda vinnuviku. Um gamalt baráttumál bandalagsins er að ræða og ályktaði 42. þing þess til að mynda um málið árið 2009. Að baki hugsuninni liggur krafa um fjölskylduvænna samfélag líkt og við þekkjum á hinum Norðurlöndunum. Síðast þegar BSRB fór fram með þessa kröfu var viðkvæðið að hér væri skortur á vinnuafli. Nú er lag, því ekki er lengur vöntun á fólki til starfa, heldur þvert á móti. Ef við ætlum okkur að byggja upp velferðarsamfélag verðum við að huga að fjölskylduvænni vinnumenningu. Það verður ekki gert nema með styttri og sveigjanlegri vinnutíma. Lífeyrismálin eru einnig á borði BSRB. Forsvarsmenn verkalýðsfélaga á almenna markaðnum hafa undanfarið krafist sömu lífeyrisréttinda fyrir sína félagsmenn og opinberir starfsmenn búa við. Það er vel, allir eiga að búa við tryggan lífeyri. Opinberir starfsmenn hafa sætt sig við lægri laun en fólk á almenna vinnumarkaðnum, meðal annars vegna betri lífeyrisréttinda, en eigi að jafna þau hlýtur að eiga að jafna launin einnig. BSRB væntir stuðnings frá þeim sömu forystumönnum í baráttunni fyrir því að jafna launakjör á almenna og opinbera markaðnum. Lífeyrisréttindi eru hluti kjarasamninga og eru því samningsbundin, líkt og laun. Í því árferði sem við búum við er mikilvægt að semja sem fyrst svo að heimilin í landinu sjái hver launaþróunin verður. Það er á ábyrgð okkar í verkalýðshreyfingunni og viðsemjenda okkar að eyða þeirri óvissu eins fljótt og hægt er og stuðla að því að leiðrétta þá kaupmáttarskerðingu sem orðið hefur undanfarin ár. Sameiginleg vinna aðila vinnumarkaðarins hefur orðið til þess að nú er lag til að ná samningum sem eru íslensku þjóðfélagi til heilla. Samningum sem koma okkur upp úr hjólförum stöðnunar og dróma. Samningum sem stuðla að festu í efnahagslífinu og leiðrétta kaupmátt launafólks. Það er okkar verkefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Viðræður um kjarasamninga eru nú að komast á skrið eftir hlé yfir hátíðarnar. BSRB hefur kynnt viðsemjendum sínum þau verkefni sem bandalaginu hafa verið falin af aðildarfélögunum til að fara með fyrir hönd þeirra. Samningsrétturinn sjálfur er enn sem fyrr hjá aðildarfélögunum. Nokkur umræða hefur orðið um kröfu BSRB um 36 stunda vinnuviku. Um gamalt baráttumál bandalagsins er að ræða og ályktaði 42. þing þess til að mynda um málið árið 2009. Að baki hugsuninni liggur krafa um fjölskylduvænna samfélag líkt og við þekkjum á hinum Norðurlöndunum. Síðast þegar BSRB fór fram með þessa kröfu var viðkvæðið að hér væri skortur á vinnuafli. Nú er lag, því ekki er lengur vöntun á fólki til starfa, heldur þvert á móti. Ef við ætlum okkur að byggja upp velferðarsamfélag verðum við að huga að fjölskylduvænni vinnumenningu. Það verður ekki gert nema með styttri og sveigjanlegri vinnutíma. Lífeyrismálin eru einnig á borði BSRB. Forsvarsmenn verkalýðsfélaga á almenna markaðnum hafa undanfarið krafist sömu lífeyrisréttinda fyrir sína félagsmenn og opinberir starfsmenn búa við. Það er vel, allir eiga að búa við tryggan lífeyri. Opinberir starfsmenn hafa sætt sig við lægri laun en fólk á almenna vinnumarkaðnum, meðal annars vegna betri lífeyrisréttinda, en eigi að jafna þau hlýtur að eiga að jafna launin einnig. BSRB væntir stuðnings frá þeim sömu forystumönnum í baráttunni fyrir því að jafna launakjör á almenna og opinbera markaðnum. Lífeyrisréttindi eru hluti kjarasamninga og eru því samningsbundin, líkt og laun. Í því árferði sem við búum við er mikilvægt að semja sem fyrst svo að heimilin í landinu sjái hver launaþróunin verður. Það er á ábyrgð okkar í verkalýðshreyfingunni og viðsemjenda okkar að eyða þeirri óvissu eins fljótt og hægt er og stuðla að því að leiðrétta þá kaupmáttarskerðingu sem orðið hefur undanfarin ár. Sameiginleg vinna aðila vinnumarkaðarins hefur orðið til þess að nú er lag til að ná samningum sem eru íslensku þjóðfélagi til heilla. Samningum sem koma okkur upp úr hjólförum stöðnunar og dróma. Samningum sem stuðla að festu í efnahagslífinu og leiðrétta kaupmátt launafólks. Það er okkar verkefni.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun