Leyndarmálinu ljóstrað upp 1. nóvember 2011 00:01 Björn Júlíusson, umsjónarmaður Útmerkur, ljóstrar upp leyndarmálinu bak við fegurð jólatrjáa borgarinnar. Fréttablaðið/GVA Fallegu jólatrén sem gleðja augu borgarbúa á aðventunni koma öll úr skóglöndum borgarinnar. Björn Júlíusson, umsjónarmaður Útmerkur, ljóstrar upp leyndarmálinu bak við fegurð trjánna. „Við tökum ekki bestu trén lengur. Nú vinnum við þetta þannig að fyrir þrjú nothæf tré höggvum við eitt aukalega, til að bæta greinum inn í hin trén," útskýrir Björn Júlíusson, umsjónarmaður Útmerkur, en öll jólatrén sem borgin setur upp á opnum svæðum eru höggvin í lendum borgarinnar, Elliðaárdalnum, Öskjuhlíð og víðar. „Við gerum þetta bara eftir auganu, borum inn í stofninn, skrælum enda á grein af aukatrénu og stingum því í sárið með lími. Þannig þéttum við tréð. Við höfum unnið þetta svona undanfarin fjögur ár," segir Björn en borgin leggur til nítján jólatré þetta árið. Hafist er handa við að höggva trén um miðjan október. Tveir menn vinna við að þétta trén fram að uppsetningu, viku fyrir aðventu. Þá er þeim dreift á opin svæði borgarinnar, við Ráðhúsið, við Höfða og víðar, þar sem þau standa ljósum skreytt. Eftir jólin fá þau síðan framhaldslíf. „Ef bolurinn er nógu þykkur er hann nýttur í útibekki og borð sem fara á útivistarsvæði borgarinnar. Skólarnir fá líka greinar sem krakkarnir vinna með í smíðatímum. Við erum nýbyrjaðir á þessu og stefnum að því að endurvinna öll trén til fullnustu," segir Björn. heida@frettabladid.isUnnið við að þétta tréð sem stendur nú við Höfða.Borað er í stofninn þar sem stinga á nýrri grein í tréð til að þétta það.Fyrir hver þrjú tré er eitt höggvið aukalega í varahluti.Fréttablaðið/StefánLím er borið á nýju greinina og henni stungið í gatið. Jólafréttir Mest lesið Létt jólaútgáfa af Mokka Jólin Aldagömlum hefðum í verkun hangikjöts haldið við í sveitinni Jól Búlgarskt morgunbrauð Jól Lúsíubrauð Jól Allir vilja nýtt bros fyrir jólin Jól Ansi margt sem getur fylgt inn á heimilin með jólatrjánum Jól Sósan má ekki klikka Jól Jólasveinaseglar á ísskápinn- sniðug aðventugjöf fyrir krakkana Jól Tilhlökkun á hverjum degi Jólin Unnur Birna: Hugsar til ömmu á jólunum Jól
Fallegu jólatrén sem gleðja augu borgarbúa á aðventunni koma öll úr skóglöndum borgarinnar. Björn Júlíusson, umsjónarmaður Útmerkur, ljóstrar upp leyndarmálinu bak við fegurð trjánna. „Við tökum ekki bestu trén lengur. Nú vinnum við þetta þannig að fyrir þrjú nothæf tré höggvum við eitt aukalega, til að bæta greinum inn í hin trén," útskýrir Björn Júlíusson, umsjónarmaður Útmerkur, en öll jólatrén sem borgin setur upp á opnum svæðum eru höggvin í lendum borgarinnar, Elliðaárdalnum, Öskjuhlíð og víðar. „Við gerum þetta bara eftir auganu, borum inn í stofninn, skrælum enda á grein af aukatrénu og stingum því í sárið með lími. Þannig þéttum við tréð. Við höfum unnið þetta svona undanfarin fjögur ár," segir Björn en borgin leggur til nítján jólatré þetta árið. Hafist er handa við að höggva trén um miðjan október. Tveir menn vinna við að þétta trén fram að uppsetningu, viku fyrir aðventu. Þá er þeim dreift á opin svæði borgarinnar, við Ráðhúsið, við Höfða og víðar, þar sem þau standa ljósum skreytt. Eftir jólin fá þau síðan framhaldslíf. „Ef bolurinn er nógu þykkur er hann nýttur í útibekki og borð sem fara á útivistarsvæði borgarinnar. Skólarnir fá líka greinar sem krakkarnir vinna með í smíðatímum. Við erum nýbyrjaðir á þessu og stefnum að því að endurvinna öll trén til fullnustu," segir Björn. heida@frettabladid.isUnnið við að þétta tréð sem stendur nú við Höfða.Borað er í stofninn þar sem stinga á nýrri grein í tréð til að þétta það.Fyrir hver þrjú tré er eitt höggvið aukalega í varahluti.Fréttablaðið/StefánLím er borið á nýju greinina og henni stungið í gatið.
Jólafréttir Mest lesið Létt jólaútgáfa af Mokka Jólin Aldagömlum hefðum í verkun hangikjöts haldið við í sveitinni Jól Búlgarskt morgunbrauð Jól Lúsíubrauð Jól Allir vilja nýtt bros fyrir jólin Jól Ansi margt sem getur fylgt inn á heimilin með jólatrjánum Jól Sósan má ekki klikka Jól Jólasveinaseglar á ísskápinn- sniðug aðventugjöf fyrir krakkana Jól Tilhlökkun á hverjum degi Jólin Unnur Birna: Hugsar til ömmu á jólunum Jól