Afar ljúffengir sprotar frá Belgíu 11. desember 2014 16:15 Bjarni Gunnar Kristinsson er yfirmatreiðslumeistari í Hörpu. Rósakál, sem heitir á ensku Brussels sprout, er talið eiga uppruna sinn á því svæði þar sem höfuðborg Belga stendur í dag. Rósakálið er afar C-vítamínríkt og mikill herramannsmatur, sem margir Íslendingar veigra sér þó við að elda. Hér áður fyrr var það helst borið á borð soðið en undanfarin ár hafa mataráhugamenn spreytt sig í ríkari mæli á fjölbreyttum rósakálsuppskriftum sem innihalda alls konar fjölbreytt hráefni og krydd. Rósakálið hentar vel með reyktu svínakjöti og kalkúni sem margir elda yfir jólahátíðina en það passar raunar með flestu kjötmeti sem landsmenn elda um jólin. Bjarni Gunnar Kristinsson, yfirmatreiðslumeistari í Hörpu, gaf lesendum Fréttablaðsins þrjár skemmtilegar uppskriftir að meðlæti sem byggja á rósakáli í síðasta jólablaði Fréttablaðsins.Hrásalat með klementínum og rósakáli er ferskt og bragðgott.MYNDIR/BJARNI GUNNAR KRISTINSSONHrásalat með klementínum og rósakáli 1 tsk. börkur af sítrónu Safi úr einni sítrónu 1 tsk. ediki 2 tsk. hunangi 1/2 teskeið Dijonsinnep 100 ml bolli ólífuolía 1 búnt rósakál, þrifið og ytri blöð fjarlægð 100 g granateplafræ (um 1 ávöxtur) 20 g ristaðar furuhnetur 10 stk. klementínur eða mandarínur 1/2 pakki rifinn ferskur mozzerella-ostur salt og svartur pipar, eftir smekk Til að undirbúa sósu: sameinið sítrónusafa, sítrónubörk, Dijon-sinnep, edik og hunang í miðlungsstóra skál. Hrærið ólífuolíu inn í blönduna og kryddið með salti og pipar. Rífið eða saxið rósakálið, bætið granateplafræjum og furuhnetum í salatið, rífið ostinn út í ásamt klementínunum. Kryddið til með salatdressingunni og ögn af salti og pipar.Vetrar-ragú með villisveppum og rósakáli er frábært meðlæti.Vetrar-ragú með villisveppum og rósakáli 1 laukur, fínt hakkaður 300-400 g blandaðir sveppir (hægt að blanda saman ferskum, frosnum og jafnvel þurrkuðum sveppum) Nokkur blöð af garðablóðbergi (aðeins blöðin) 1/2 tsk. mulin einiber 1 búnt rósakál 500 ml soð af jólasteikinni (vatn og kraftur) 150 ml rjómi 4 msk. matarolía eða 2 msk. smjör salt og pipar Eldið laukinn í 5 mínútur á lágum hita án þess hann brúnist, Bætið í sveppum. Kryddið með salti og pipar. Bætið í rósakáli sem búið er að skera rótina af og taka ystu blöðin af, garðablóðbergi og soði. Bætið að lokum við rjóma og haldið áfram að elda í um 10 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað aðeins. Kryddið til eftir smekk.Rósakálssalat og lauksulta, sem inniheldur epli og valhnetur.Rósakálssalat og lauksulta 2 rauðlaukar 50 g valhnetur 1 dl eplaedik 4 msk. sykur Salt og pipar 300 g rósakál 2 dl epli/eplasafi 6 dl kjúklinga- eða grænmetissoð (vatn og kraftur ) 50 gr ísbúi (eða annar ostur) Salt og pipar 2 rauð epli 2 msk. eplaedik Salt og pipar Fyrir lauksultuna skal sneiða laukinn. Setjið edik og sykur í pott og látið sjóða. Fjarlægið pottinn af hellunni og látið laukinn og valhnetur drekka vökvann í sig. Látið róskálið í pott með ögn af olíu og látið það eldast í eina mínútu. Hellið soðinu í pottinn og látið krauma í 20 mínútur eða þar til rósakálið er farið að mýkjast. Kryddið með salti og pipar. Blandið rósakálinu við laukinn, hneturnar, skorin epli og ost í skál. Skreytið með smá valhnetum. Jólamatur Mest lesið Gómsætur frómas Jól Ein um jólin - Alveg hryllileg tilhugsun Jólin Jólavefur Vísis Jól Deila með sér hollustunni Jól Endurgerð á ömmusalati Jól Gleðja útlendinga Jólin
Rósakál, sem heitir á ensku Brussels sprout, er talið eiga uppruna sinn á því svæði þar sem höfuðborg Belga stendur í dag. Rósakálið er afar C-vítamínríkt og mikill herramannsmatur, sem margir Íslendingar veigra sér þó við að elda. Hér áður fyrr var það helst borið á borð soðið en undanfarin ár hafa mataráhugamenn spreytt sig í ríkari mæli á fjölbreyttum rósakálsuppskriftum sem innihalda alls konar fjölbreytt hráefni og krydd. Rósakálið hentar vel með reyktu svínakjöti og kalkúni sem margir elda yfir jólahátíðina en það passar raunar með flestu kjötmeti sem landsmenn elda um jólin. Bjarni Gunnar Kristinsson, yfirmatreiðslumeistari í Hörpu, gaf lesendum Fréttablaðsins þrjár skemmtilegar uppskriftir að meðlæti sem byggja á rósakáli í síðasta jólablaði Fréttablaðsins.Hrásalat með klementínum og rósakáli er ferskt og bragðgott.MYNDIR/BJARNI GUNNAR KRISTINSSONHrásalat með klementínum og rósakáli 1 tsk. börkur af sítrónu Safi úr einni sítrónu 1 tsk. ediki 2 tsk. hunangi 1/2 teskeið Dijonsinnep 100 ml bolli ólífuolía 1 búnt rósakál, þrifið og ytri blöð fjarlægð 100 g granateplafræ (um 1 ávöxtur) 20 g ristaðar furuhnetur 10 stk. klementínur eða mandarínur 1/2 pakki rifinn ferskur mozzerella-ostur salt og svartur pipar, eftir smekk Til að undirbúa sósu: sameinið sítrónusafa, sítrónubörk, Dijon-sinnep, edik og hunang í miðlungsstóra skál. Hrærið ólífuolíu inn í blönduna og kryddið með salti og pipar. Rífið eða saxið rósakálið, bætið granateplafræjum og furuhnetum í salatið, rífið ostinn út í ásamt klementínunum. Kryddið til með salatdressingunni og ögn af salti og pipar.Vetrar-ragú með villisveppum og rósakáli er frábært meðlæti.Vetrar-ragú með villisveppum og rósakáli 1 laukur, fínt hakkaður 300-400 g blandaðir sveppir (hægt að blanda saman ferskum, frosnum og jafnvel þurrkuðum sveppum) Nokkur blöð af garðablóðbergi (aðeins blöðin) 1/2 tsk. mulin einiber 1 búnt rósakál 500 ml soð af jólasteikinni (vatn og kraftur) 150 ml rjómi 4 msk. matarolía eða 2 msk. smjör salt og pipar Eldið laukinn í 5 mínútur á lágum hita án þess hann brúnist, Bætið í sveppum. Kryddið með salti og pipar. Bætið í rósakáli sem búið er að skera rótina af og taka ystu blöðin af, garðablóðbergi og soði. Bætið að lokum við rjóma og haldið áfram að elda í um 10 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað aðeins. Kryddið til eftir smekk.Rósakálssalat og lauksulta, sem inniheldur epli og valhnetur.Rósakálssalat og lauksulta 2 rauðlaukar 50 g valhnetur 1 dl eplaedik 4 msk. sykur Salt og pipar 300 g rósakál 2 dl epli/eplasafi 6 dl kjúklinga- eða grænmetissoð (vatn og kraftur ) 50 gr ísbúi (eða annar ostur) Salt og pipar 2 rauð epli 2 msk. eplaedik Salt og pipar Fyrir lauksultuna skal sneiða laukinn. Setjið edik og sykur í pott og látið sjóða. Fjarlægið pottinn af hellunni og látið laukinn og valhnetur drekka vökvann í sig. Látið róskálið í pott með ögn af olíu og látið það eldast í eina mínútu. Hellið soðinu í pottinn og látið krauma í 20 mínútur eða þar til rósakálið er farið að mýkjast. Kryddið með salti og pipar. Blandið rósakálinu við laukinn, hneturnar, skorin epli og ost í skál. Skreytið með smá valhnetum.
Jólamatur Mest lesið Gómsætur frómas Jól Ein um jólin - Alveg hryllileg tilhugsun Jólin Jólavefur Vísis Jól Deila með sér hollustunni Jól Endurgerð á ömmusalati Jól Gleðja útlendinga Jólin