Körfubolti

Kidd afgreiddi Boston

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kidd er hér að klára leikinn. AP
Kidd er hér að klára leikinn. AP

Það fóru tólf leikir fram í NBA-körfuboltanum í nótt og þar bar hæst góður útisigur Dallas á Boston Celtics. Jason Kidd skoraði sigurkörfuna þegar 2,5 sekúndur voru eftir af leiknum. Dallas var þá á 10-0 siglingu sem sökkti Celtics.

Dirk Nowitzki var stigahæstur allra á vellinum með 29 stig og þar af komu 21 stig hjá honum í síðari hálfleik. Ray Allen var stigahæstur hjá Celtics með 24 stig. Þetta var aðeins fjórða tap Celtics á heimavelli í vetur.

"Ég elska hvernig strákarnir berjast. Sem betur fer náðum við að hanga á þessu og skotið hjá Kidd var rosalegt," sagði Rick Carlisle, þjálfari Dallas.

Úrslit næturinnar:

Charlotte-Miami  97-109

Indiana-Portland  100-87

Philadelphia-NY Knicks  100-98

Toronto-Minnesota  111-100

Washington-Orlando  92-110

Atlanta-LA Clippers  101-100

Detroit-NJ Nets  92-82

Boston-Dallas  97-101

Memphis-Cleveland  112-105

Phoenix-Oklahoma  107-111

Sacramento-San Antonio  100-113

Denver-Utah  106-113

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×