Körfubolti

NBA í nótt: Boston hélt upp á endurkomu Rondo með sigri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Paul Pierce í leiknum í nótt.
Paul Pierce í leiknum í nótt. Mynd/AP
Boston hafði í nótt betur gegn Toronto, 93-79, í NBA-deildinni í körfubolta. Þetta var fyrsti leikur Rajon Rondo með Boston eftir að hafa misst af sjö síðustu leikjum liðsins vegna meiðsla.

Doc Rivers, þjálfari Boston, sagði endurkomu Rondo þýða mikið fyrir leikmenn liðsins og að þeim hafi liðið mun betur nú en í síðustu leikjum.

„Það var augljóst að þeim Paul [Pierce] og Ray [Allen] voru mjög afslappaðir í leiknum," sagði Rivers.

Rondo lék í alls 34 mínútur og skoraði fjögur stig og gaf átta stoðsendingar. Pierce var með 30 stig og Ray Allen 23.

Hjá Toronto var DeMar DeRozan með 27 stig, Joey Dorsey þrettán stig og þrettán fráköst og Amir Johnson með tíu stig og tíu fráköst. Toronto hefur tapað ellefu af síðustu fjórtán leikjum sínum.

Memphis vann Los Angeles, 104-85. Rudy Gay var með 21 stig og Zach Randolph 21 og átta fráköst. Lakers hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum heimaleikjum sínum.

Atlanta vann LA Clippers, 107-98. Joe Johnson skoraði 29 stig, þar af ellefu í fjórða leikhluta. Josh Smith bætti við 22 stigum.

New York vann Indiana, 98-92. Amare Stoudemire skoraði 26 stig, þar af sex af síðustu sjö stigum New York.

Dallas vann Cleveland, 104-95. Shawn Marion skoraði 22 stig og DeShawn Stevenson 21 fyrir Dallas sem hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir gærdaginn.

Portland vann Houston, 100-85. LaMarcus Aldridge skoraði 25 stig og tók ellefu fráköst. Nicolas Batum var með 21 stig en þetta var áttundi sigur Portland í röð á heimavelli.

Sacramento vann Phoenix, 94-89. DeMarcus Cousins skoraði 28 stig, þar af þrettán í fjórða leikhluta. Sacramento kláraði leikinn með 19-2 spretti og tryggði sér þannig sigurinn.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×