Handbolti

Frábær seinni hálfleikur kom okkur inn í milliriðilinn - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Strákarnir okkar sýndu úr hverju þeir eru gerðir í þriggja marka sigri á Austurríki á HM í handbolta í Svíþjóð í gærkvöldi. Eftir dapran fyrri hálfleik mættu strákarnir í ham inn í þann seinni, unnu sig í gegnum mikið mótlæti og hreinlega lokuðu öllum leiðum fyrir austurríska liðið.

Austurríki skoraði ekki fyrstu tólf mínútur seinni hálfleiks og á meðan breytti íslenska liðið stöðunni úr 16-11 fyrir Austurríki í 17-16 fyrir Ísland. Ísland vann seinni hálfleikinn síðan 15-7 og er því áfram með fullt hús í riðlinum.

Íslensku strákarnir eru illviðráðanlegir þegar vörnin smellur saman og það sáum við svo sannarlega í þessum frábæra karaktersigri í gærkvöldi. Með þessum sigri tryggði íslenska liðið sér sæti í milliriðlinum.

Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum í Linköping gærkvöldi. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.



Mynd/Valli



Fleiri fréttir

Sjá meira


×