Körfubolti

LeBron James besti leikmaður vikunnar í þriðja sinn í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James.
LeBron James. Mynd/AP
LeBron James hjá Miami Heat og Zach Randolph hjá Memphis Grizzlies voru valdir bestu leikmenn síðustu viku (24. til 30. janúar) í NBA-deildinni í körfubolta, James í Austurdeildinni og Randolph í Vesturdeildinni.

LeBron James var með 33,0 stig að meðaltali í þremur leikjum en Miami vann tvo þeirra. James var með 24 stig og 13 stoðsendingar í 108-103 sigri á Oklahoma City Thunder og skoraði 39 stig í 88-87 sigri á Detroit Pistons þegar bæði Dwyane Wade og Chris Bosh gátu ekki spilað.

James hefur skorað 20 stig eða meira í tólf leikjum í röð en þetta var í þriðja sinn á síðustu sex vikum þar sem hann er valinn besti leikmaður vikunnar í Austurdeildinni. James var líka bestur 20. til 26. desember og 3. til 9. janúar.

Zach Randolph var með 20,8 stig og 15,0 fráköst að meðaltali þegar Memphis Grizzlies vann 3 af 4 leikjum sínum í þessarri viku. Hann var meðal annars með 24 stig og 20 fráköst í 107-93 sigri a´Washington. Randolph var einnig valin betur vikuna 3. til 9. janúar.

Aðrir sem komu til greina í valinu í þessarri viku voru þeir: Stephen Jackson hjá Carlotte, Chris Paul hjá New Orleans, Kevin Durant og Russell Westbrook hjá Oklahoma City, Dwight Howard hjá Orlando, DeMarcus Cousins hjá Sacramento og Manu Ginobili hjá San Antonio.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×