Árið 2012 verður að nýta vel Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 31. desember 2011 08:15 Við lestur áramótagreina undanfarinna ára blasir við hversu ótrúlega mikil stöðnun hefur ríkt á Íslandi frá því að ríkisstjórn Alþýðubandalagsins tók við völdum. Það er þó mikilvægt að hafa hugfast að enn sem fyrr búa Íslendingar að meiri tækifærum en flestar aðrar þjóðir og með skynsamlegri stefnu má fljótt nýta þau tækifæri hratt og vel þjóðinni til heilla.Vegið að grunnstoðunumÞað er verulegt áhyggjuefni að á sama tíma hefur verið vegið að helstu grunnstoðum samfélagsins og hvert tækifæri nýtt til að ala á sundrungu og tortryggni í stað þess að nýta það sem sameinar þjóðina sem grundvöll til að byggja á, en sá grundvöllur hefur verið óvenju sterkur á Íslandi. Það er vitanlega auðveldara að ala á sundrungu og ósætti þegar illa gengur efnahagslega og fólk skynjar að jafnræði sé ekki tryggt í samfélaginu. Almennt eru Íslendingar tilbúnir til að leggjast saman á árarnar og byggja upp af krafti ef þeim eru veitt tækifæri til þess. Þess vegna er það hlutverk stjórnvalda að ryðja hindrunum úr vegi og tryggja að eitt sé látið yfir alla ganga. Þegar stjórnvöld á hinn bóginn skilgreina sig sem byltingarstjórn, viðhalda tortryggni og gera hvert mál að deilumáli til að réttlæta öfgastefnu er ekki von um árangur. Á undanförnum árum hefur verið vegið að öllum grundvallarreglum réttarríkisins. Í stað rökræðu um pólitíska stefnu einkennist stjórnmálaumræða af því að koma höggi á einstaklinga og flokka með ímyndarhernaði þar sem oft er býsna langt seilst.Aðeins ein skoðun leyfð Sífellt ber meira á ofríki "pólitísks rétttrúnaðar" þar sem aðeins ein skoðun er leyfileg og þeir sem voga sér að efast sæta árásum úr mörgum áttum samtímis. Frjálslyndi á því mjög á brattann að sækja en "réttsýnir byltingarmenn" fara hamförum og telja sér heimilt að beita öllum brögðum með vísan til "ástandsins" og vegna þess að "hér varð hrun". Fara þeir jafnvel fremstir í flokki við sem áður voru hvað ákafastir stuðningsmenn fyrirkomulagsins sem hrundi. Slíkt gerist oft í samfélögum þegar harðnar á dalnum. En það þyrfti ekki að vera hart á dalnum. Tilhneiging öfgaafla til að nýta sér ástandið heldur aftur af þeim framförum sem við blasa ef skynsemin fær að ráða. Tækifæri Íslands eru gríðarleg ef vel er á haldið en ógnirnar eru líka miklar. Árið 2012 verður róstusamt, ekki hvað síst í Evrópu þar sem við blasir efnahagshrun og heimssögulegar breytingar. Íslensk stjórnmál og samfélagið allt verða því strax að ná sér upp úr tíðaranda hrunsins og hefja framsókn. Stjórnvöld þurfa að tryggja réttlæti í samfélaginu, bæta það tjón sem varð eins og kostur er og skapa framtíðarsýn.Tækifærin Mikill áhugi hefur verið á því að fjárfesta á Íslandi undanfarin ár enda aðstæður hér á margan hátt hagstæðar, sterkir innviðir, öryggi, hreint umhverfi, nægt hæft vinnuafl, umhverfisvæn orka, lágt skráður gjaldmiðill, fríverslunarsamningar við lönd um allan heim og svo mætti lengi telja. Án endalausra pólitískra hindrana væri búið að bæta kjör og skapa þúsundir starfa á Íslandi. Enn má þó nýta kosti Íslands til að byggja upp atvinnu þótt aðstæður verði erfiðari með tímanum vegna þróunarinnar í Evrópu. Í þessu sambandi er staðsetning landsins allt í einu að verða mikill kostur frekar en galli. Siglingarleiðir yfir norðurskautið eru að opnast hraðar en nokkurn grunaði fyrir fáum árum. Áður en langt um líður gæti Ísland verið í miðpunkti mestu vöruflutningaleiða heims. Það myndi skapa meiri tækifæri en hægt er að rekja í stuttum pistli. Erlend ríki hafa þegar gert sér grein fyrir mikilvægi staðsetningar landsins á norðurslóðum og sýna Íslandi mikinn áhuga fyrir vikið. Þær auðlindir sem mestur skortur er á í heiminum eru helstu auðlindir Íslendinga. Vatnsskortur er t.d. orðið slíkt vandamál sums staðar í Bandaríkjunum að komið hefur verið á fót sérstakri vatnslögreglu sem fylgist með því að vatni sé ekki sóað og sektar brotamenn. Borgir sem hafa gnægð hreins vatns auglýsa það sérstaklega og laða þannig að fjárfestingu. Ísland hefur álíka mikið af hreinu nýtanlegu vatni og Frakkland og Þýskaland og meira að segja töluvert meira en vatnalandið Finnland. Fyrir fáeinum vikum voru birtar stórmerkilegar niðurstöður olíu- og gasrannsókna við Jan Mayen og á Drekasvæðinu. Þær vöktu meiri athygli í Noregi en á Íslandi enda þótt Norðmenn ráði þegar yfir gríðarlegum olíu- og gasauðlindum. Niðurstöðurnar bentu til þess að verulegar líkur væru á að miklar vinnanlegar auðlindir væru á svæðum sem tilheyra Íslendingum að meira eða minna leyti.Hefjum sóknina á nýju ári Hér hafa aðeins verið nefnd örfá dæmi um hvers vegna Íslendingar hafa fulla ástæðu til að vera bjartsýnir á framtíð landsins. Verði ráðist í löngu tímabærar úrbætur í skuldamálum og tekin upp rökrétt skynsemisstefna við stjórn landsins geta Íslendingar staðið af sér þann efnahagslega jarðskjálfta sem á upptök í Evrópu, og mun skekja heiminn á komandi misserum, og byggt hér upp fyrirmyndarsamfélag raunverulegrar velferðar fyrir alla. Ég óska landsmönnum öllum velfarnaðar á nýju ári. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Við lestur áramótagreina undanfarinna ára blasir við hversu ótrúlega mikil stöðnun hefur ríkt á Íslandi frá því að ríkisstjórn Alþýðubandalagsins tók við völdum. Það er þó mikilvægt að hafa hugfast að enn sem fyrr búa Íslendingar að meiri tækifærum en flestar aðrar þjóðir og með skynsamlegri stefnu má fljótt nýta þau tækifæri hratt og vel þjóðinni til heilla.Vegið að grunnstoðunumÞað er verulegt áhyggjuefni að á sama tíma hefur verið vegið að helstu grunnstoðum samfélagsins og hvert tækifæri nýtt til að ala á sundrungu og tortryggni í stað þess að nýta það sem sameinar þjóðina sem grundvöll til að byggja á, en sá grundvöllur hefur verið óvenju sterkur á Íslandi. Það er vitanlega auðveldara að ala á sundrungu og ósætti þegar illa gengur efnahagslega og fólk skynjar að jafnræði sé ekki tryggt í samfélaginu. Almennt eru Íslendingar tilbúnir til að leggjast saman á árarnar og byggja upp af krafti ef þeim eru veitt tækifæri til þess. Þess vegna er það hlutverk stjórnvalda að ryðja hindrunum úr vegi og tryggja að eitt sé látið yfir alla ganga. Þegar stjórnvöld á hinn bóginn skilgreina sig sem byltingarstjórn, viðhalda tortryggni og gera hvert mál að deilumáli til að réttlæta öfgastefnu er ekki von um árangur. Á undanförnum árum hefur verið vegið að öllum grundvallarreglum réttarríkisins. Í stað rökræðu um pólitíska stefnu einkennist stjórnmálaumræða af því að koma höggi á einstaklinga og flokka með ímyndarhernaði þar sem oft er býsna langt seilst.Aðeins ein skoðun leyfð Sífellt ber meira á ofríki "pólitísks rétttrúnaðar" þar sem aðeins ein skoðun er leyfileg og þeir sem voga sér að efast sæta árásum úr mörgum áttum samtímis. Frjálslyndi á því mjög á brattann að sækja en "réttsýnir byltingarmenn" fara hamförum og telja sér heimilt að beita öllum brögðum með vísan til "ástandsins" og vegna þess að "hér varð hrun". Fara þeir jafnvel fremstir í flokki við sem áður voru hvað ákafastir stuðningsmenn fyrirkomulagsins sem hrundi. Slíkt gerist oft í samfélögum þegar harðnar á dalnum. En það þyrfti ekki að vera hart á dalnum. Tilhneiging öfgaafla til að nýta sér ástandið heldur aftur af þeim framförum sem við blasa ef skynsemin fær að ráða. Tækifæri Íslands eru gríðarleg ef vel er á haldið en ógnirnar eru líka miklar. Árið 2012 verður róstusamt, ekki hvað síst í Evrópu þar sem við blasir efnahagshrun og heimssögulegar breytingar. Íslensk stjórnmál og samfélagið allt verða því strax að ná sér upp úr tíðaranda hrunsins og hefja framsókn. Stjórnvöld þurfa að tryggja réttlæti í samfélaginu, bæta það tjón sem varð eins og kostur er og skapa framtíðarsýn.Tækifærin Mikill áhugi hefur verið á því að fjárfesta á Íslandi undanfarin ár enda aðstæður hér á margan hátt hagstæðar, sterkir innviðir, öryggi, hreint umhverfi, nægt hæft vinnuafl, umhverfisvæn orka, lágt skráður gjaldmiðill, fríverslunarsamningar við lönd um allan heim og svo mætti lengi telja. Án endalausra pólitískra hindrana væri búið að bæta kjör og skapa þúsundir starfa á Íslandi. Enn má þó nýta kosti Íslands til að byggja upp atvinnu þótt aðstæður verði erfiðari með tímanum vegna þróunarinnar í Evrópu. Í þessu sambandi er staðsetning landsins allt í einu að verða mikill kostur frekar en galli. Siglingarleiðir yfir norðurskautið eru að opnast hraðar en nokkurn grunaði fyrir fáum árum. Áður en langt um líður gæti Ísland verið í miðpunkti mestu vöruflutningaleiða heims. Það myndi skapa meiri tækifæri en hægt er að rekja í stuttum pistli. Erlend ríki hafa þegar gert sér grein fyrir mikilvægi staðsetningar landsins á norðurslóðum og sýna Íslandi mikinn áhuga fyrir vikið. Þær auðlindir sem mestur skortur er á í heiminum eru helstu auðlindir Íslendinga. Vatnsskortur er t.d. orðið slíkt vandamál sums staðar í Bandaríkjunum að komið hefur verið á fót sérstakri vatnslögreglu sem fylgist með því að vatni sé ekki sóað og sektar brotamenn. Borgir sem hafa gnægð hreins vatns auglýsa það sérstaklega og laða þannig að fjárfestingu. Ísland hefur álíka mikið af hreinu nýtanlegu vatni og Frakkland og Þýskaland og meira að segja töluvert meira en vatnalandið Finnland. Fyrir fáeinum vikum voru birtar stórmerkilegar niðurstöður olíu- og gasrannsókna við Jan Mayen og á Drekasvæðinu. Þær vöktu meiri athygli í Noregi en á Íslandi enda þótt Norðmenn ráði þegar yfir gríðarlegum olíu- og gasauðlindum. Niðurstöðurnar bentu til þess að verulegar líkur væru á að miklar vinnanlegar auðlindir væru á svæðum sem tilheyra Íslendingum að meira eða minna leyti.Hefjum sóknina á nýju ári Hér hafa aðeins verið nefnd örfá dæmi um hvers vegna Íslendingar hafa fulla ástæðu til að vera bjartsýnir á framtíð landsins. Verði ráðist í löngu tímabærar úrbætur í skuldamálum og tekin upp rökrétt skynsemisstefna við stjórn landsins geta Íslendingar staðið af sér þann efnahagslega jarðskjálfta sem á upptök í Evrópu, og mun skekja heiminn á komandi misserum, og byggt hér upp fyrirmyndarsamfélag raunverulegrar velferðar fyrir alla. Ég óska landsmönnum öllum velfarnaðar á nýju ári. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar