Fótbolti

Forseti Barca: Guardiola ræður því hvort við þurfum Neymar eða ekki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neymar, Lionel Messi og Xavi.
Neymar, Lionel Messi og Xavi. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sandro Rosell, forseti Barcelona, segir að Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, ráði því algjörlega sjálfur hvort að félagið kaupi brasilíska landsliðsmanninn Neymar frá Santos. Neymar gat lítið sýnt í 0-4 tapi Santos á móti Barcelona í úrslitaleik Heimsmeistarakeppni félagsliða á dögunum en hann er talinn einn efnilegasti leikmaður heims.

Neymar kom víst til Pep Guardiola eftir úrslitaleikinn í Japan og bað hann um fá að koma til Barcelona en Neymar hefur verið orðaður við hvert stórliðið á fætur öðru og þar á meðal eru erkifjendur Barcelona í Real Madrid .

„Viljum við kaupa Neymar? Það er algjörlega undir þjálfaranum komið. Ég er bara forsetinn," sagði Sandro Rosell og bætti síðan við:

„Það er ekki hægt að dæma Neymar á einum leik. Við höfum fylgst með honum í mörgum leikjum. Við teljum að hann sé frábær leikmaður en við höfum ekki talað við hann því við erum að einbeita okkur að þessu tímabili," sagði Rosell.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×