Fótbolti

Gylfi og Hólmar komu ekkert við sögu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Hoffenheim.
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Hoffenheim. Nordic Photos / Getty Images
Leikið var í þýsku bikarkeppninni í kvöld og komu þeir Gylfi Þór Sigurðsson og Hólmar Örn Eyjólfsson ekkert við sögu með sínum liðum. Báðir voru ónotaðir varamenn.

Hoffenheim, lið Gylfa, komst áfram í fjórðungsúrslit keppninnar með 2-1 sigri á Augsburg á heimavelli.

Hólmar Örn er á mála hjá Bochum sem leikur í B-deildinni en liðið tapaði í kvöld fyrir stórliði Bayern München, 2-1. Toni Kroos og Arjen Robben skoruðu mörk Bæjara en heimamenn voru óvænt í forystu eftir fyrri hálfleikinn.

Robben skoraði svo sigurmarkið í uppbótartíma leiksins eftir undirbúning Franck Ribery.

Þýskalandsmeistarar Dortmund höfðu nauman sigur á B-deildarliðinu Fortuna Düsseldorf. Úrslit réðust í vítaspyrnukeppni þar sem ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og framlengingu. Meistararnir höfðu betur í vítaspyrnukeppninni, 5-4.

B-deildarliðið Greuter Fürth komst þó áfram í fjórðungsúrslitin í kvöld eftir góðan 1-0 sigur á Nürnberg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×