Fótbolti

Efnilegur táningur frá Liechtenstein til Hoffenheim

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wieser er hér í baráttu við Juan Mata í landsleik Liechtenstein og Spánar í september síðastliðnum.
Wieser er hér í baráttu við Juan Mata í landsleik Liechtenstein og Spánar í september síðastliðnum. Nordic Photos / AFP
Gylfi Þór Sigurðsson hefur fengið nýjan liðsfélaga en það er hinn átján ára gamli Sandro Wieser frá Liechtenstein. Hann þykir stórefnilegur miðjumaður og kom var keyptur til liðsins frá Basel í Sviss.

Kaupverðið er ekki gefið upp en Wieser skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning og mun ganga formlega til liðs við Hoffenheim þegar opnað verður fyrir félagaskipti þann 1. janúar næstkomandi.

Wieser varð meistari í Sviss í vor eftir sitt fyrsta tímabili með liðinu. Þrátt fyrir ungan aldur kemur ekki á óvart að hann sé fastamaður í landsliði Liechtenstein þar sem hann hefur þótt standa sig vel.

„Það verður kjörið fyrir hann að taka næsta skref á sínum ferli hjá okkur," sagði Ernst Tanner, framkvæmdarstjóri Hoffenheim - sá hinn sami og keypti Gylfa Þór frá Reading í Englandi í fyrra.

Þess má geta að fyrsti leikur Wieser með landsliði Liechtenstein var gegn Íslandi á Laugardalsvellinum þann 11. ágúst 2010. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×