Steingrímur vill selja hluta Landsbankans gegnum Kauphöllina Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. desember 2011 19:30 Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, telur æskilegt að einhver hluti ríkisbankans Landsbankans verði seldur almenningi í gegnum Kauphöll Íslands. Þá telur Steingrímur rétt að selja eignarhluti ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka gegnum Kauphöllina. Íslenska ríkið á sem stendur 13 prósenta hlut í Arion banka og 5 prósenta hlut í Íslandsbanka. Þá á ríkið 81,3 prósenta hlut í Landsbankanum, en það er Bankasýsla ríkisins sem heldur utan um þessar eignir. Í fyllingu tímans verða hlutir ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka seldir. Rætt hefur verið um að skynsamlegt sé að gera það í gegnum Kauphöll Íslands. Frumskráning á Högum stendur yfir og það var mikil umframeftirspurn eftir bréfum í fyrirtækinu, sem gæti verið vísbending um að traust á hlutabréfamarkaðnum sé að aukast. Er ekki æskilegt að selja þessa litlu hluti ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka í gegnum Kauphöllina? „Það getur vel farið svo, þegar bankarnir verða sjálfir komnir í stand til þess og vilja skrá sig á markað," segir Steingrímur. Hvenær heldur að það verði? „Vonandi sem fyrst. Ég held að efnahagsreikningar þeirra séu að styrkjast og verða hreinni. Maður hefur bundið vonir við að á næsta ári yrði skuldaendurskipulagningu og afskriftum að mestu lokið og kannski fleiri mál komin á hreint sem varða stöðu bankanna. Þegar Fjármálaeftirlitið gæfi grænt ljós á greiðslu arðs þá gefur maður sér að það yrði vegna þess að FME teldi efnahagsreikninga þeirra orðna trausta og þeir eytt að mestu óvissunni varðandi sitt eignasafn með endurskipulagningu skulda og svo framvegis." Það er þín framtíðarsýn að þetta fari í gegnum Kauphöllina? „Það væri mjög æskilegt. (...) Varðandi Landsbankann væri mjög spennandi að hann yrði skráður og það gæti verið leið til þess að setja einhver bréf af honum í umferð," segir Steingrímur. thorbjorn@stod2.is Klinkið Tengdar fréttir "Að fara undir evrópskt pils“ mun ekki auka ábyrgðarkennd Íslendinga Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist eiga mjög erfitt með að sjá að samningur við ESB yrði þannig að hann myndi breyta þeirri grundvallarafstöðu sinni að Íslandi sé betur borgið utan ESB. Hann segir ekki aðeins praktísk rök, þ.e kalt hagsmunamat, ráða viðhorfum sínum, heldur einnig lífsgildi. 10. desember 2011 19:00 Segir Árna Pál "atorkusaman" og vill ekki sjá Icesave aftur Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að yfirstjórn á efnahagsmálum þurfi að vera á einum stað. Hann segir Árna Pál Árnason, "atorkusaman mann" en þeir hafi ekki alltaf verið sammála um alla hluti. 10. desember 2011 20:15 Vill sameina Seðlabankann og FME að nýju Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, er þeirrar skoðunar að sameina eigi Fjármálaeftirlitið og Seðlabanka Íslands að nýju. Hann segir að það myndi stytta boðleiðir og auðvelda stjórnvöldum að meta kerfislæga áhættu. 10. desember 2011 18:30 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, telur æskilegt að einhver hluti ríkisbankans Landsbankans verði seldur almenningi í gegnum Kauphöll Íslands. Þá telur Steingrímur rétt að selja eignarhluti ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka gegnum Kauphöllina. Íslenska ríkið á sem stendur 13 prósenta hlut í Arion banka og 5 prósenta hlut í Íslandsbanka. Þá á ríkið 81,3 prósenta hlut í Landsbankanum, en það er Bankasýsla ríkisins sem heldur utan um þessar eignir. Í fyllingu tímans verða hlutir ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka seldir. Rætt hefur verið um að skynsamlegt sé að gera það í gegnum Kauphöll Íslands. Frumskráning á Högum stendur yfir og það var mikil umframeftirspurn eftir bréfum í fyrirtækinu, sem gæti verið vísbending um að traust á hlutabréfamarkaðnum sé að aukast. Er ekki æskilegt að selja þessa litlu hluti ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka í gegnum Kauphöllina? „Það getur vel farið svo, þegar bankarnir verða sjálfir komnir í stand til þess og vilja skrá sig á markað," segir Steingrímur. Hvenær heldur að það verði? „Vonandi sem fyrst. Ég held að efnahagsreikningar þeirra séu að styrkjast og verða hreinni. Maður hefur bundið vonir við að á næsta ári yrði skuldaendurskipulagningu og afskriftum að mestu lokið og kannski fleiri mál komin á hreint sem varða stöðu bankanna. Þegar Fjármálaeftirlitið gæfi grænt ljós á greiðslu arðs þá gefur maður sér að það yrði vegna þess að FME teldi efnahagsreikninga þeirra orðna trausta og þeir eytt að mestu óvissunni varðandi sitt eignasafn með endurskipulagningu skulda og svo framvegis." Það er þín framtíðarsýn að þetta fari í gegnum Kauphöllina? „Það væri mjög æskilegt. (...) Varðandi Landsbankann væri mjög spennandi að hann yrði skráður og það gæti verið leið til þess að setja einhver bréf af honum í umferð," segir Steingrímur. thorbjorn@stod2.is
Klinkið Tengdar fréttir "Að fara undir evrópskt pils“ mun ekki auka ábyrgðarkennd Íslendinga Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist eiga mjög erfitt með að sjá að samningur við ESB yrði þannig að hann myndi breyta þeirri grundvallarafstöðu sinni að Íslandi sé betur borgið utan ESB. Hann segir ekki aðeins praktísk rök, þ.e kalt hagsmunamat, ráða viðhorfum sínum, heldur einnig lífsgildi. 10. desember 2011 19:00 Segir Árna Pál "atorkusaman" og vill ekki sjá Icesave aftur Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að yfirstjórn á efnahagsmálum þurfi að vera á einum stað. Hann segir Árna Pál Árnason, "atorkusaman mann" en þeir hafi ekki alltaf verið sammála um alla hluti. 10. desember 2011 20:15 Vill sameina Seðlabankann og FME að nýju Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, er þeirrar skoðunar að sameina eigi Fjármálaeftirlitið og Seðlabanka Íslands að nýju. Hann segir að það myndi stytta boðleiðir og auðvelda stjórnvöldum að meta kerfislæga áhættu. 10. desember 2011 18:30 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
"Að fara undir evrópskt pils“ mun ekki auka ábyrgðarkennd Íslendinga Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist eiga mjög erfitt með að sjá að samningur við ESB yrði þannig að hann myndi breyta þeirri grundvallarafstöðu sinni að Íslandi sé betur borgið utan ESB. Hann segir ekki aðeins praktísk rök, þ.e kalt hagsmunamat, ráða viðhorfum sínum, heldur einnig lífsgildi. 10. desember 2011 19:00
Segir Árna Pál "atorkusaman" og vill ekki sjá Icesave aftur Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að yfirstjórn á efnahagsmálum þurfi að vera á einum stað. Hann segir Árna Pál Árnason, "atorkusaman mann" en þeir hafi ekki alltaf verið sammála um alla hluti. 10. desember 2011 20:15
Vill sameina Seðlabankann og FME að nýju Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, er þeirrar skoðunar að sameina eigi Fjármálaeftirlitið og Seðlabanka Íslands að nýju. Hann segir að það myndi stytta boðleiðir og auðvelda stjórnvöldum að meta kerfislæga áhættu. 10. desember 2011 18:30
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf