Fótbolti

Gómez tryggði Bayern München mikilvægan sigur á Stuttgart

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mario Gómez fangar hér ásamt liðsfélögum sínum í dag.
Mario Gómez fangar hér ásamt liðsfélögum sínum í dag. Mynd. / Getty Images
Toppliði léku bæði í þýski úrvalsdeildinni í dag en  Borussia Dortmund missteig sig örlítið þegar liðið gerði jafntefli, 1-1, við Kaiserslautern. Bayern München vann flottan sigur á Stuttgart 2-1 á útivelli.

Dortmund komst yfir eftir tæplega hálftíma leik þegar Shinji Kagawa skoraði fínt mark en Kaiserslautern jafnaði metinn á 60. mínútu þegar Olcay Sahan skoraði.

Christian Gentner kom Stuttgart yfir strax á upphafsmínútum leiksins og útlitið heldur bjart fyrir heimamenn. Það tók Mario Gómez ekki nema nokkrar mínútur að jafna fyrir gestina.

Sigurmarkið kom þegar um hálftími var eftir af leiknum en þar var að verki enginn annar en Mario Gómez. Leikmaðurinn hefur gjörsamlega farið á kostum á tímabilinu og skorað 15 mörk fyrir félagið í deildinni þegar 16 umferðum er lokið.

Bayern München er í efsta sæti deildarinnar með 34 stig en Borussia Dortmund er með 31.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×