Fótbolti

Grunur um hneyksli hjá þýska knattspyrnusambandinu

Saksóknaraembættið í Frankfurt rannsakar nú meinta spillingu í þýska knattspyrnusambandinu en grunur er um að umboðsmenn hafi getað keypt FIFA-leyfi af sambandinu.

Það var íþróttablaðið Kicker sem leiddi starfsmenn sambandsins í gildru. Til þess að geta orðið umboðsmaður með FIFA-leyfi þarf að undirgangast próf. Einn blaðamaður Kicker gat keypt svörin af starfsmanni sambandsins fyrir 317 þúsund krónur.

Saksóknaraembættið gerði húsleit hjá sambandinu og málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×