Fótbolti

Schumacher kemur til greina sem næsti forseti Kölnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Schumacher.
Michael Schumacher. Mynd/Nordic Photos/Getty
Michael Schumacher, margfaldur heimsmeistari í formúlu eitt, gæti orðið næsti forseti þýska úrvalsdeildarliðsins Kölnar en Schumacher er einn af tuttugu nöfnum, sem ráðgjafi félagsins hefur lagt til, samkvæmt heimildum þýskra fjölmiðla.

„Við viljum ekki tjá okkur um slíka sálfræðileiki," sagði Sabine Kehm, talsmaður Michael Schumacher. Köln er að leita sér að eftirmanni Wolfgang Overath sem hætti sem forseti félagsins 13. nóvember. Overath var búinn að sitja í forsetastólnum í sjö ár.

Michael Schumacher er mikill fótboltaáhugamaður og hann er einnig góður vinur þýska landsliðsmannsins Lukas Podolski sem er aðalstjarna Kölnarliðsins.

Köln er eins og er í 10. sæti þýsku deildarinnar en Podolski hefur skorað 14 mörk í 15 leikjum á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×