Grunaðir um að hafa stefnt fé bankans í "stórfellda hættu" Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. desember 2011 13:15 Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis. Hann og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, hafa verið ákærðir fyrir umboðssvik vegna láns til Milestone. Fram kemur í ákæru embættis sérstaks saksóknara á hendur Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni að þeir hafi "misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í stórfellda hættu með lánveitingu til Milestone ehf." Þá kemur fram í ákæru að látið hafi verið líta út fyrir að lánið væri veitt öðrum en lántakanda. Fram kemur í ákærunni að um sé að ræða 102 milljóna evra peningamarkaðslán sem Glitnir veitti Milestone hinn 8. febrúar 2008, en lánið var jafnvirði rúmlega 10 milljarða króna á útborgunardegi en lánið átti að endurgreiða í einu lagi 11. febrúar 2008. Með ákvörðun sinni fóru ákærðu út fyrir heimildir sínar þannig að heildarlánveitingar Milestone fór úr 32,4 í 42,4 milljarða króna eða úr 14,36 prósent af eigin fé bankans og þar með um 4,1 milljarð króna umfram heimildir. Stórfelld fjártjónshætta Fram kemur í ákærunni að fjárhæðinni hafi verið ráðstafað til félagsins Þáttar International ehf. til að gera upp lán félagsins hjá bandaríska bankanum Morgan Stanley, en Þáttur var einkahlutafélag innan félagasamstæðu Milestone. Hinn 12. febrúar hafi Glitnir millifært 102 milljónir evra inn á reikning Milestone og síðar sama daga hafi bankinn millifært sömu fjárhæð til baka. Um var að ræða andvirði láns sem Glitnir veitti Vafningi ehf. án trygginga, en lánið var 103 milljónir evra. Hinn 29. febrúar 2008 greiddi Svartháfur ehf. 50 milljónir evra til Vafnings sem voru fjármunir sem félagið fékk að láni frá Glitni sama dag og fjárhæðin var færð til lækkunar á láni bankans til Vafnings ehf. frá 12. febrúar 2008. Fram kemur í ákærunni að eftirstöðvar lánsins hafi ekki verið endurheimtar frá Vafningi ehf. „Þeirri stórfelldu fjártjónshættu sem ákærðu sköpuðu Glitni banka hf. með lánveitingunni 8. febrúar 2008 var því ekki afstýrt með þeirri ráðstöfun að færa skuldbindinguna yfir á Vafning ehf. 12. febrúar 2008." Fyrirséð að bréfin í Glitni færu á markað með tilheyrandi lækkun Jafnframt kemur fram í ákærunni að vegna gjaldfellingar á láni Morgan Stanley til Þáttar International ehf. hafi forsvarsmenn Glitnis og Milestone undirbúið lánveitingu bankans til félags sem var ótengt Milestone, en hér er vísað til félagsins Svartháfs, en eini eigandi þess var Werner Rasmusson, faðir Karls og Steingríms Wernerssona. Tilgangurinn hafi verið að gera Þætti mögulegt að endurgreiða lánið hjá Morgan Stanley sem hafði verið gjaldfellt 5. febrúar 2008. Fyrirsjáanlegt hafi verið að bandaríski bankinn gengi að hlutabréfum Þáttar í Glitni, sem voru trygging fyrir láninu, og hlutaféð færi þar með á almennan hlutabréfamarkað með tilheyrandi hættu á verðfalli bréfanna í Glitni. Fram kemur í ákærunni að gögn málsins beri með sér að látið hafi verið líta út fyrir að lánið sem afgreitt var til Milestone 8. febrúar 2008 hafi verið veitt Vafningi ehf. í stað Milestone, með því að dagsetja lánasamninginn milli Glitnis og Vafnings ehf. 8. febrúar 2008. Greiðslugögn og bókhald bankans beri hins vegar með sér að lánveitingin hafi verið afgreidd beint til Milestone og þaðan ráðstafað til greiðslu á láni Þáttar International hjá Morgan Stanley. Bæði Guðmundur og Lárus sátu í áhættunefnd Glitnis og bar þeim samkvæmt ákærunni að rækja störf sín við ákvörðun lánveitinga í samræmi við almennar reglur Glitnis um markaðsáhættu og lánveitingar en brot á reglunum hafi verið til þess fallin að valda bankanum verulegri hættu á fjártjóni. Auk þess hafi Milestone á þessum tímapunkti verið í verulegum greiðsluerfiðleikum, en félagið var úrskurðað gjaldþrota 18. september 2009. „Með því að taka ákvörðun um að lána svo gríðarlega háa fjárhæð án nokkurra trygginga og í andstöðu við reglur bankans um hámark heildarlánveitinga til eins aðila var ákærðu, eða hlaut að vera, ljóst að þeir væru að stefna miklum fjármunum bankans í stórfellda hættu," segir í ákærunni. thorbjorn@stod2.is Sjá má ákæruna í heild sinni í viðhengi neðst í fréttinni. Vafningsmálið Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Fram kemur í ákæru embættis sérstaks saksóknara á hendur Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni að þeir hafi "misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í stórfellda hættu með lánveitingu til Milestone ehf." Þá kemur fram í ákæru að látið hafi verið líta út fyrir að lánið væri veitt öðrum en lántakanda. Fram kemur í ákærunni að um sé að ræða 102 milljóna evra peningamarkaðslán sem Glitnir veitti Milestone hinn 8. febrúar 2008, en lánið var jafnvirði rúmlega 10 milljarða króna á útborgunardegi en lánið átti að endurgreiða í einu lagi 11. febrúar 2008. Með ákvörðun sinni fóru ákærðu út fyrir heimildir sínar þannig að heildarlánveitingar Milestone fór úr 32,4 í 42,4 milljarða króna eða úr 14,36 prósent af eigin fé bankans og þar með um 4,1 milljarð króna umfram heimildir. Stórfelld fjártjónshætta Fram kemur í ákærunni að fjárhæðinni hafi verið ráðstafað til félagsins Þáttar International ehf. til að gera upp lán félagsins hjá bandaríska bankanum Morgan Stanley, en Þáttur var einkahlutafélag innan félagasamstæðu Milestone. Hinn 12. febrúar hafi Glitnir millifært 102 milljónir evra inn á reikning Milestone og síðar sama daga hafi bankinn millifært sömu fjárhæð til baka. Um var að ræða andvirði láns sem Glitnir veitti Vafningi ehf. án trygginga, en lánið var 103 milljónir evra. Hinn 29. febrúar 2008 greiddi Svartháfur ehf. 50 milljónir evra til Vafnings sem voru fjármunir sem félagið fékk að láni frá Glitni sama dag og fjárhæðin var færð til lækkunar á láni bankans til Vafnings ehf. frá 12. febrúar 2008. Fram kemur í ákærunni að eftirstöðvar lánsins hafi ekki verið endurheimtar frá Vafningi ehf. „Þeirri stórfelldu fjártjónshættu sem ákærðu sköpuðu Glitni banka hf. með lánveitingunni 8. febrúar 2008 var því ekki afstýrt með þeirri ráðstöfun að færa skuldbindinguna yfir á Vafning ehf. 12. febrúar 2008." Fyrirséð að bréfin í Glitni færu á markað með tilheyrandi lækkun Jafnframt kemur fram í ákærunni að vegna gjaldfellingar á láni Morgan Stanley til Þáttar International ehf. hafi forsvarsmenn Glitnis og Milestone undirbúið lánveitingu bankans til félags sem var ótengt Milestone, en hér er vísað til félagsins Svartháfs, en eini eigandi þess var Werner Rasmusson, faðir Karls og Steingríms Wernerssona. Tilgangurinn hafi verið að gera Þætti mögulegt að endurgreiða lánið hjá Morgan Stanley sem hafði verið gjaldfellt 5. febrúar 2008. Fyrirsjáanlegt hafi verið að bandaríski bankinn gengi að hlutabréfum Þáttar í Glitni, sem voru trygging fyrir láninu, og hlutaféð færi þar með á almennan hlutabréfamarkað með tilheyrandi hættu á verðfalli bréfanna í Glitni. Fram kemur í ákærunni að gögn málsins beri með sér að látið hafi verið líta út fyrir að lánið sem afgreitt var til Milestone 8. febrúar 2008 hafi verið veitt Vafningi ehf. í stað Milestone, með því að dagsetja lánasamninginn milli Glitnis og Vafnings ehf. 8. febrúar 2008. Greiðslugögn og bókhald bankans beri hins vegar með sér að lánveitingin hafi verið afgreidd beint til Milestone og þaðan ráðstafað til greiðslu á láni Þáttar International hjá Morgan Stanley. Bæði Guðmundur og Lárus sátu í áhættunefnd Glitnis og bar þeim samkvæmt ákærunni að rækja störf sín við ákvörðun lánveitinga í samræmi við almennar reglur Glitnis um markaðsáhættu og lánveitingar en brot á reglunum hafi verið til þess fallin að valda bankanum verulegri hættu á fjártjóni. Auk þess hafi Milestone á þessum tímapunkti verið í verulegum greiðsluerfiðleikum, en félagið var úrskurðað gjaldþrota 18. september 2009. „Með því að taka ákvörðun um að lána svo gríðarlega háa fjárhæð án nokkurra trygginga og í andstöðu við reglur bankans um hámark heildarlánveitinga til eins aðila var ákærðu, eða hlaut að vera, ljóst að þeir væru að stefna miklum fjármunum bankans í stórfellda hættu," segir í ákærunni. thorbjorn@stod2.is Sjá má ákæruna í heild sinni í viðhengi neðst í fréttinni.
Vafningsmálið Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira