Innlent

Framleiðendur Game of Thrones ljóstruðu upp leyndarmáli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það vakti athygli þegar framleiðendur Game of Thrones uppljóstruðu því í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í gær að persónur úr sögunni, sem ekki dóu í bók númer tvö, sem heitir A Clash of Kings, myndu deyja í þáttaröðinni sem tekin er upp hér á landi.

Ítarleg umfjöllun um tökur á Game of Thrones birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær og hér á Vísi. Eftir að myndskeiðið birtist sköpuðust miklar umræður á Internetinu, einkum á spjallvefnum reddit.com, um söguþráðinn í næstu seríu þáttanna. Það er sú sería sem er verið að taka upp núna.

Einn aðdáandi þáttanna heldur að það sé Jeor Mormont sem deyr fyrst. Með því þurfi ekki að taka upp Craster House atriðið. Annar heldur að það sé Daenerys, því að það myndi einfalda gerð þáttanna.

Það á eftir að koma í ljós hver það er sem deyr, því ljóst er að framleiðendur þáttanna vilja halda aðdáendum þeirra í spennu og skilja sem mest eftir þangað til að þættirnir byrja í sýningu.

Sé smellt á horfa á myndskeið með frétt hér að ofan sést umfjöllunin sem birtist í Íslandi í dag og á Vísi. Sé smellt á myndaalbúmið hér að neðan má skoða myndir sem Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari tók á vettvangi upptakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×