Körfubolti

Bæði körfuboltalið KR-inga í krísu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hreggviður Magnússon hefur aðeins hitt úr 2 af 13 skotum sínum í síðustu tveimur leikjum KR.
Hreggviður Magnússon hefur aðeins hitt úr 2 af 13 skotum sínum í síðustu tveimur leikjum KR. Mynd/Stefán
Meistaraflokkar KR í körfunni hafa ekki verið að gera góða hluti að undanförnu en karla- og kvennalið félagsins hafa bæði misst taktinn eftir annars mjög góða byrjun á tímabilinu. Nú er svo komið að sex af síðustu sjö leikjum KR-liðanna hafa tapast.

Karlarnir hafa tapað tveimur í röð og þremur af síðustu fjórum leikjum en konurnar hafa tapað þremur í röð. Karlaliðið vann 7 af fyrstu 8 leikjum sínum í deild og Lengjubikar en konurnar fylgdu eftir sigri í Meistarakeppni KKÍ með því að vinna fimm fyrstu leiki sína í deildinni.

KR-liðin töpuðu þannig aðeins 2 af 14 leikjum sínum til 9. nóvember en hafa síðan þá aðeins unnið 1 af 7 leikjum sínum. Hér munar 72 prósentum á sigurhlutfallinu enda hefur það hreinlega snúist við.

Það er ekki nóg með að karlalið KR-inga sé búið að tapa tveimur leikjum í röð þá er liðið búið að tapa sjö leikhlutum í röð. Þeir voru 18-14 yfir eftir fyrsta leikhlutann á móti Þór Þorlákshöfn en töpuðu síðan þremur síðustu leikhlutunum og svo ennfremur öllum fjórum leikhlutunum á móti Grindavík í gær.



- Gengi karla- og kvennaliða KR -

Til 9. nóvember*

Leikir 14

Sigrar 12

Töp 2

Sigurhlutfall 86 prósent

Frá 10. nóvember

Leikir 7

Sigrar 1

Töp 6

Sigurhlutfall 14 prósent

* Frá og með leikjum í Meistarakeppni KKÍ

Síðustu leikir karlaliðs KR:

10. nóvember Fjölnir - KR 100-96 TAP

14. nóvember KR Skallagrímur 111-73 (Lengjubikar) SIGUR

20. nóvember Þór Þorlákshöfn - KR 72-60 (Lengjubikar) TAP

24. nóvember KR - Grindavík 59-85 TAP

Síðustu leikir kvennaliðs KR:

9. nóvember Haukar - KR 66-60 TAP

16. nóvember KR - Keflavík 70-84 TAP

22. nóvember KR - Njarðvík 73-84 TAP






Fleiri fréttir

Sjá meira


×