Handbolti

Framkvæmdastjóri Löwen: Erum ekki lengur topplið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson er þjálfari Rhein-Neckar Löwen.
Guðmundur Guðmundsson er þjálfari Rhein-Neckar Löwen. Nordic Photos / Getty Images
Thorsten Storm, framkvæmdarstjóri þýska úrvalsdeildarfélagsins Rhein-Neckar Löwen var ómyrkur í máli eftir tap liðsins fyrir Füchse Berlin í kvöld.

Berlín vann öruggan sjö marka sigur í kvöld, 35-28, en lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar sáu aldrei til sólar í leiknum. Alexander Petersson skoraði fjögur mörk í leiknum fyrir Berlín en hann mun einmitt ganga til liðs við Löwen í sumar. Dagur Sigurðsson er þjálfari Füchse Berlin.

„Við getum ekki lengur talist topplið í þessari deild," sagði Storm eftir leikinn í kvöld. „Við áttum ekki séns í þessum leik. Við hefðum tapað fyrir mun veikara liði í kvöld með þessari frammistöðu og eru það okkur mikil vonbrigði."

„Það er langur vegur frá því að við getum unnið leik í þýsku úrvalsdeildinni með þeim fjölda einstaklingsmistaka sem voru gerð í kvöld - allra síst í Berlín," bætti hann við.

Sjálfur var Guðmundur niðurlútur eftir leikinn. „Füchse Berlin var betra á öllum sviðum handboltans í kvöld. Þetta var sanngjarn sigur," sagði hann.


Tengdar fréttir

Dagur fór illa með Guðmund

Füchse Berlin vann í kvöld öruggan sigur á Rhein-Neckar Löwen í miklum Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni, 35-28. Með sigrinum í kvöld komst Füchse Berlin upp í annað sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×