Körfubolti

Enn eitt áfallið fyrir ÍR-inga - Johnson puttabrotnaði og Jarvis kallaður út

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robert Jarvis
Robert Jarvis Mynd/Stefán
ÍR-ingar urðu fyrir enn einu áfallinu í vikunni þegar Bandaríkjamaðurinn Willard Johnson puttabrotnaði illa á æfingu liðsins. Þetta er þriðja áfallið á stuttum tíma því fyrirliðinn Sveinbjörn Claessen er frá út tímabilið vegna hnémeiðsla og Bandaríkjamaðurinn James Bartolotta nefbrotnaði illa í leik gegn Grindavík.

ÍR-ingar sendu frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem fram kemur að körfuknattleiksdeild ÍR hafi ákvðeið að rifta samningi við Willard Johnson og í hans stað er á leiðinni til landsins bakvörðurinn Robert Jarvis.

Willard Johnson sem hefur verið með ÍR-liðinu undanfarin mánuð en hann meiddist alvarlega á æfingu liðsins nú í vikunni. Johnson var fyrir því ólani að detta þannig litli fingur var undir og hlaut hann í kjölfarið opið breinbrot.

Robert Jarvis þekkir nokkuð vel til ÍR því að hann lék með liðinu síðustu sjö leikina tímabilið 2009-2010. Jarvis lék í Ungverjalandi síðastliðið tímabil við góðan orðstír en hann var með 25,4 stig og 6,4 stoðsendingar að meðaltali þegar hann klæddist síðast ÍR-búningnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×