Körfubolti

Magnús gefur 80 snakkpoka í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Magnús með snakkpokana sem hann ætlar að gefa í kvöld.
Magnús með snakkpokana sem hann ætlar að gefa í kvöld. Mynd/Víkurfréttir
Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur í körfubolta, mun í kvöld deila út 80 snakkpokum til áhorfenda á leik sinna manna gegn Hamri í Lengjubikar karla.

Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta. Í síðustu viku var greint frá því hér á Vísi að Magnús hafi fengið sér snakk í miðjum leik gegn KR en fyrr um daginn hafði hann farið í maga- og ristilsspeglun.

Ölgerðin ákvað að fylgja fréttinni eftir og sendi Keflvíkingum kassa með Lay's snakki sem Magnús mun nú gefa áhorfendum í kvöld.

„Þetta er bara fyndið og greinilega fínasta auglýsing fyrir þá,“ sagði Magnús við Víkurfréttir en í viðtalinu lýsir hann einnig hvernig viðbrögð stuðningsmanna andstæðinga Keflavíkur hafa verið eftir að stóra snakkmálið kom upp.

Magnús meiddist reyndar á æfingu um daginn og óvíst hvort hann geti spilað með sínum mönnum gegn Hamri í kvöld.

Lesa má fréttina hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×