Körfubolti

Bartolotta snéri aftur og ÍR-ingar unnu á Króknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
James Bartolotta.
James Bartolotta. Mynd/Arnþór
James Bartolotta snéri aftur í lið ÍR eftir nefbrotið fræga og hjálpaði sínum mönnum að vinna ellefu stiga sigur á Tindastól, 81-70, í Síkinu á Sauðárkróki í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld.

ÍR-ingar voru þarna að vinna sinn annan sigur í röð og sinn þriðja sigur í fimm leikjum í deildinni en Tindastóll hefur aftur á móti tapað fimm fyrstu deildarleikjum sínum á tímabilinu.

Tindastóll var fimm stigum yfir í hálfleik, 47-42 en ÍR-ingar unnu seinni hálfleikinn með 16 stiga mun, 49-33.

Nemanja Sovic skoraði 27 stig fyrir ÍR en Bartolotta var með 27 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar.

Trey Hampton skoraði 18 stig fyrir Tindastól, Helgi Rafn Viggósson var með 16 stig og Maurice Miller bætti við 10 stigum og 13 fráköstum.

Tindastóll komst í 6-0, 8-2 og 10-4 í upphafi leiks og var 16-13 yfir eftir fyrsta leikhlutann. ÍR breytti náði góðum kafla í öðrum leikhluta og breytti stöðunni úr 18-13 í 18-22. Stólarnir fóru þá aftur í gang og voru komnir í 37-32 fyrir leikhlé.

ÍR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel og komust yfir í 44-48 eftir að hafa unnið fyrstu sex mínútur þriðja leikhlutans 16-7. ÍR-liðið var síðan 58-54 fyrir lokaleikhlutann.

Williard Johnson hóf fjórða leikhltuann á því að setja niður þrist og ÍR-ingar komust síðan í 67-54 eftir að hafa skorað níu fyrstu stig leikhlutans. Eftir það voru ÍR-ingar með gott forskot sem þeir héldu út leikinn.



Tindastóll-ÍR 70-81 (16-13, 21-19, 17-26, 16-23)

Tindastóll: Trey Hampton 18/9 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 16/6 fráköst, Maurice Miller 10/13 fráköst, Svavar Atli Birgisson 9/7 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 8/4 fráköst, Friðrik Hreinsson 8/4 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 1.

ÍR: James Bartolotta 27/7 fráköst/5 stoðsendingar, Nemanja  Sovic 27/7 fráköst, Hjalti Friðriksson 16/7 fráköst, Williard Johnson 8/6 fráköst, Kristinn Jónasson 2, Níels Dungal 1/7 fráköst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×