Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorlákshöfn - Stjarnan 86-97 Sigurður Elvar Þórólfsson í Þorlákshöfn skrifar 4. nóvember 2011 20:57 Stjörnumenn stöðvuðu þriggja leikja sigurgöngu nýliða Þórsara í kvöld með því að vinna ellefu stiga sigur, 97-86, í í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Stjarnan tapaði sínum fyrsta leik í vetur í leiknum á undan en er komið aftur á sigurbraut. Stjörnumenn voru sterkari á lokasprettinum og unnu átta síðustu mínútur leiksins 22-11. Marvin Valdimarsson skoraði 25 stig fyrir Stjörnuna og þeir Keith Cothran og Justin Shouse voru báðir með 20 stig en Justin gaf að auki 9 stoðsendingar. Darrin Govens skoraði 24 stig fyrir Þór og Michael Ringgold bætti við 22 stigum og 16 fráköstum. Darri Hilmarsson var stigahæstur íslensku leikmannanna með 15 stig. Þórsarar voru skrefinu á undan í fyrsta leikhluta en Stjörnumenn voru aldrei langt undan og staðan var að lokum 20-20 eftir fyrstu tíu mínútur leiksins. Keith Cothran var með 9 stig fyrir Stjörnuna í fyrsta leikhlutanum en Michael Ringgold var með 8 stig og 5 fráköst. Hinn ungi Dagur Kár Jónsson byrjaði annan leikhlutann á því að setja niður þriggja stiga körfu og Stjörnumenn voru í framhaldinu með frumkvæðið í leikhlutanum. Stjarnan komst meðal annars í 40-32 en Þórsliðið var fljótt að minnka muninn aftur í tvö stig, 40-38, og í hálfleik var Stjarnan 47-45 yfir. Cothran skoraði aftur lokakörfu leikhlutans og endaði hálfleikinn með 13 stig en Justin Shouse var með 10 stig og 5 stoðsendingar í fyrri hálfleik. Góð byrjun Þórsara í þriðja leikhluta skilaði þeim 57-51 forystu en Stjörnumenn komu sér aftur inn í leikinn og staðan var jöfn, 71-71, fyrir lokaleikhlutann eftir að gestirnir úr Garðbænum skoruðu fjögur síðustu stig leikhlutans. Það skildu síðan leiðir í stöðunni 75-75 þegar átta mínútur voru eftir. Stjörnumenn skoruðu þá átta stiga í röð og voru komnir með leikinn í sínar hendur. Þórsarar minnkuðu muninn aftur í þrjú stig, 80-83, en þá komu sjö stig Stjörnumanna í röð og sigurinn var í höfn. Marvin: Er ekki viss um að Fannar geti troðiðMynd/Valli„Ég þekki marga af þessum strákum og þeir hafa verið að rífa kjaft við mig í mörg ár," sagði Marvin Valdimarsson leikmaður Stjörnunnar en hann hafði gaman af „glósunum" sem hann fékk frá öflugum stuðningsmannahóp Þórs, „Græna drekanum". „Þeir fóru í svæðisvörn gegn okkur og við kunnum vel við það, það stoppar okkur enginn. Við erum með góða skotmenn og ég held við höfum bara klárað þetta þegar þeir fóru í svæðisvörnina. Við ætlum okkur að gera atlögu að titlinum, það er enginn spurning og við eigum eftir að vinna fullt af leikjum í vetur," sagði Marvin en hann telur að Þórsliðið eigi eftir að spjara sig vel í vetur. „Þeir eru með öflugt byrjunarlið, en ekki mikla breidd. Og það er erfitt að koma hingað og spila. Þeir eiga eftir að vinna flesta sína leiki hérna. Það var rosalega sterkt hjá okkur að taka þennan útileik. Marvin er ekki þekktur fyrir að troða boltanum í körfuna í leikjum Stjörnunnar en hann telur ekki að sett verði upp veðmál á Lengjunni hvenær það gerist. „Ég hef ekki troðið í leik í mörg ár, ég ætla að fara að breyta því. Ég treð svo mikið í upphitun," sagði Marvin en hann er viss um að verða á undan Fannari Helgasyni frá Ósi að troða í leik með Stjörnunni. „Ég er ekki viss um að Fannar geti troðið," sagði Marvin og brosti. Teitur: Deildin byrjar velTeitur Örlygsson.Mynd/Anton„Þeir hittu svakalega í þriðja leikhluta en við hertum aðeins á vörninni. Þeir hittu ekki úr nokkrum skotum og þá kom þetta. Sóknarleikurinn var í fínu lagi hjá okkur. Við fengum líka frábært framlag af varamannabekknum. Dagur (Kár Jónsson) stóð sig frábærlega og Guðjón (Lárusson) skoraði +10 stig og tók +10 fráköst. Þegar það gerist þá erum við uppi á okkar besta," sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar. „Það eru 8-9 lið sem hafa trú á því að þau geti unnið þessa deild. Þórsarar eru með frábært byrjunarlið og góðan heimavöll. Þeir hugsa eflaust líka þannig." Teitur er ekki sammála því að útlendingar leiki of stórt hlutverk í Iceland Express deildinni í ár. „Ég held að það séu færri erlendir leikmenn í deildinni núna en í fyrra. Mér finnst margir vera að tala deildina niður með slíkri umræðu. Deildin byrjar vel og það eru mörg lið sem trúa því að þau séu með besta liðið. Það er bara æðislega gaman," bætti Teitur við. Myndbandsviðtal við Teit má skoða hér: Þór Þorlákshöfn-Stjarnan 86-97 (20-20, 25-27, 26-24, 15-26)Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 24/5 stoðsendingar, Michael Ringgold 22/16 fráköst, Darri Hilmarsson 15/7 fráköst, Marko Latinovic 12/8 fráköst, Guðmundur Jónsson 9/6 stoðsendingar, Baldur Þór Ragnarsson 2, Þorsteinn Már Ragnarsson 2.Stjarnan: Marvin Valdimarsson 25/5 fráköst, Keith Cothran 20, Justin Shouse 20/4 fráköst/9 stoðsendingar, Guðjón Lárusson 14/10 fráköst, Fannar Freyr Helgason 10/4 fráköst, Dagur Kár Jónsson 6, Sigurjón Örn Lárusson 2/4 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Enski boltinn Fleiri fréttir Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Sjá meira
Stjörnumenn stöðvuðu þriggja leikja sigurgöngu nýliða Þórsara í kvöld með því að vinna ellefu stiga sigur, 97-86, í í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Stjarnan tapaði sínum fyrsta leik í vetur í leiknum á undan en er komið aftur á sigurbraut. Stjörnumenn voru sterkari á lokasprettinum og unnu átta síðustu mínútur leiksins 22-11. Marvin Valdimarsson skoraði 25 stig fyrir Stjörnuna og þeir Keith Cothran og Justin Shouse voru báðir með 20 stig en Justin gaf að auki 9 stoðsendingar. Darrin Govens skoraði 24 stig fyrir Þór og Michael Ringgold bætti við 22 stigum og 16 fráköstum. Darri Hilmarsson var stigahæstur íslensku leikmannanna með 15 stig. Þórsarar voru skrefinu á undan í fyrsta leikhluta en Stjörnumenn voru aldrei langt undan og staðan var að lokum 20-20 eftir fyrstu tíu mínútur leiksins. Keith Cothran var með 9 stig fyrir Stjörnuna í fyrsta leikhlutanum en Michael Ringgold var með 8 stig og 5 fráköst. Hinn ungi Dagur Kár Jónsson byrjaði annan leikhlutann á því að setja niður þriggja stiga körfu og Stjörnumenn voru í framhaldinu með frumkvæðið í leikhlutanum. Stjarnan komst meðal annars í 40-32 en Þórsliðið var fljótt að minnka muninn aftur í tvö stig, 40-38, og í hálfleik var Stjarnan 47-45 yfir. Cothran skoraði aftur lokakörfu leikhlutans og endaði hálfleikinn með 13 stig en Justin Shouse var með 10 stig og 5 stoðsendingar í fyrri hálfleik. Góð byrjun Þórsara í þriðja leikhluta skilaði þeim 57-51 forystu en Stjörnumenn komu sér aftur inn í leikinn og staðan var jöfn, 71-71, fyrir lokaleikhlutann eftir að gestirnir úr Garðbænum skoruðu fjögur síðustu stig leikhlutans. Það skildu síðan leiðir í stöðunni 75-75 þegar átta mínútur voru eftir. Stjörnumenn skoruðu þá átta stiga í röð og voru komnir með leikinn í sínar hendur. Þórsarar minnkuðu muninn aftur í þrjú stig, 80-83, en þá komu sjö stig Stjörnumanna í röð og sigurinn var í höfn. Marvin: Er ekki viss um að Fannar geti troðiðMynd/Valli„Ég þekki marga af þessum strákum og þeir hafa verið að rífa kjaft við mig í mörg ár," sagði Marvin Valdimarsson leikmaður Stjörnunnar en hann hafði gaman af „glósunum" sem hann fékk frá öflugum stuðningsmannahóp Þórs, „Græna drekanum". „Þeir fóru í svæðisvörn gegn okkur og við kunnum vel við það, það stoppar okkur enginn. Við erum með góða skotmenn og ég held við höfum bara klárað þetta þegar þeir fóru í svæðisvörnina. Við ætlum okkur að gera atlögu að titlinum, það er enginn spurning og við eigum eftir að vinna fullt af leikjum í vetur," sagði Marvin en hann telur að Þórsliðið eigi eftir að spjara sig vel í vetur. „Þeir eru með öflugt byrjunarlið, en ekki mikla breidd. Og það er erfitt að koma hingað og spila. Þeir eiga eftir að vinna flesta sína leiki hérna. Það var rosalega sterkt hjá okkur að taka þennan útileik. Marvin er ekki þekktur fyrir að troða boltanum í körfuna í leikjum Stjörnunnar en hann telur ekki að sett verði upp veðmál á Lengjunni hvenær það gerist. „Ég hef ekki troðið í leik í mörg ár, ég ætla að fara að breyta því. Ég treð svo mikið í upphitun," sagði Marvin en hann er viss um að verða á undan Fannari Helgasyni frá Ósi að troða í leik með Stjörnunni. „Ég er ekki viss um að Fannar geti troðið," sagði Marvin og brosti. Teitur: Deildin byrjar velTeitur Örlygsson.Mynd/Anton„Þeir hittu svakalega í þriðja leikhluta en við hertum aðeins á vörninni. Þeir hittu ekki úr nokkrum skotum og þá kom þetta. Sóknarleikurinn var í fínu lagi hjá okkur. Við fengum líka frábært framlag af varamannabekknum. Dagur (Kár Jónsson) stóð sig frábærlega og Guðjón (Lárusson) skoraði +10 stig og tók +10 fráköst. Þegar það gerist þá erum við uppi á okkar besta," sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar. „Það eru 8-9 lið sem hafa trú á því að þau geti unnið þessa deild. Þórsarar eru með frábært byrjunarlið og góðan heimavöll. Þeir hugsa eflaust líka þannig." Teitur er ekki sammála því að útlendingar leiki of stórt hlutverk í Iceland Express deildinni í ár. „Ég held að það séu færri erlendir leikmenn í deildinni núna en í fyrra. Mér finnst margir vera að tala deildina niður með slíkri umræðu. Deildin byrjar vel og það eru mörg lið sem trúa því að þau séu með besta liðið. Það er bara æðislega gaman," bætti Teitur við. Myndbandsviðtal við Teit má skoða hér: Þór Þorlákshöfn-Stjarnan 86-97 (20-20, 25-27, 26-24, 15-26)Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 24/5 stoðsendingar, Michael Ringgold 22/16 fráköst, Darri Hilmarsson 15/7 fráköst, Marko Latinovic 12/8 fráköst, Guðmundur Jónsson 9/6 stoðsendingar, Baldur Þór Ragnarsson 2, Þorsteinn Már Ragnarsson 2.Stjarnan: Marvin Valdimarsson 25/5 fráköst, Keith Cothran 20, Justin Shouse 20/4 fráköst/9 stoðsendingar, Guðjón Lárusson 14/10 fráköst, Fannar Freyr Helgason 10/4 fráköst, Dagur Kár Jónsson 6, Sigurjón Örn Lárusson 2/4 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Enski boltinn Fleiri fréttir Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Sjá meira