Körfubolti

Karfan.is valdi Marvin bestan í fimmtu umferðinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marvin Valdimarsson.
Marvin Valdimarsson. Mynd/Vilhelm
Stjörnumaðurinn Marvin Valdimarsson var valinn Gatorade-leikmaður fimmtu umferðar í Iceland Express deild karla en eftir hverja umferð verðlaunar körfuboltavefsíðan karfan.is leikmann fyrir bestu frammistöðuna.

Marvin átti mjög góðan leik þegar Stjarnan vann 97-86 sigur á Þór í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn á föstudagkvöldið var. Marvin skoraði 25 stig á 34 mínútum og hitti úr 9 af 16 skotum sínum. Marvin var einnig með 5 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 stolna bolta.

Stjarnan gerði út um leikinn í fjórða leikhlutanum sem liðið vann 26-15 og þar var Marvin með 9 stig og 2 stoðsendingar auk þess að hitta úr 4 af 6 skotum sínum.

Marvin er með 18,2 stig, 6,2 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik á þessu tímabili og er í 6. sæti yfir hæsta framlag að meðaltali í leik.

Bestu leikmenn umferðanna í vetur:

5. umferð: Marvin Valdimarsson, Stjörnunni

4. umferð:Níels Dungal, ÍR

3. umferð: Árni Ragnarsson, Fjölni

2. umferð: Cameron Echols, Njarðvík

1. umferð: Guðjón Lárusson, Stjörnunni






Fleiri fréttir

Sjá meira


×