Körfubolti

Fyrsti sigur Fjölnismanna - unnu á Króknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Valli
Fjölnismenn fögnuðu sínum fyrsta sigri í Iceland Express deild karla í vetur í kvöld þegar þeir unnu átta stiga sigur á Tindastól á Sauðárkróki, 97-89. Tindastóll hefur þar með tapað þremur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu þar af tveimur þeirra á heimavelli.

Nathan Walkup skoraði 24 stig og tók 11 fráköst fyrir Fjölni í kvöld og Árni Ragnarsson var með 23 stig. Trey Hampton skoraði 28 stig fyrir Tindastól.

Fjölnismenn voru frábærir í fyrsta leikhlutanum sem þeir unnu 30-19 og voru mest komnir fimmtán stigum yfir, 30-15. Ægir Þór Steinarsson og Nathan Walkup skoruðu báðir 10 stig í leikhlutanum.

Fjölnir skoraði þrjú fyrstu stig annars leikhlutan en Stólarnir með Trey Hampton í fararbroddi unnu næstu fjórar mínútur 15-2 og minnkuðu muninn niður í aðeins eitt stig, 34-35. Fjölnisliðið var síðan 48-44 yfir í hálfleik þar sem Walkup var kominn með 16 stig og 8 fráköst en Hampton var búinn að skora 16 stig.

Fjölnir var skrefinu á undan í þriðja leikhlutanum og leiddi að lokum 70-69 fyrir lokaleikhlutann sem leit út fyrir að verða mjög spennandi. Þar voru hinsvegar gestirnir úr Grafarvogi mun sterkari og tryggðu sér með því góðan útisigur.

Tindastóll-Fjölnir 89-97 (19-30, 25-18, 25-22, 20-27)

Tindastóll: Trey Hampton 28/8 fráköst, Maurice Miller 18/14 fráköst/10 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 13, Helgi Rafn Viggósson 10/10 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 6, Friðrik Hreinsson 5, Hreinn Gunnar Birgisson 5, Þröstur Leó Jóhannsson 4/4 fráköst..

Fjölnir: Nathan Walkup 24/11 fráköst, Árni Ragnarsson 23/5 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 16/4 fráköst, Calvin O'Neal 11/4 fráköst/7 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 10/6 fráköst, Jón Sverrisson 7, Trausti Eiríksson 6/4 fráköst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×