Körfubolti

Borce Ilievski hættur sem þjálfari Tindastóls

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Borce Ilievski.
Borce Ilievski. Mynd/Anton
Borce Ilievski sagði í gærkvöldu upp störfum sem þjálfari Tindastóls í Iceland Express deildinni í körfubolta eftir að Tindastóll tapaði þriðja leiknum sínum í röð. Þetta kemur fram á karfan.is.

Borce Ilievski ætlar samt að stjórna Tindastóls-liðinu á meðan að stjórn körfuknattleiksdeildarinnar leitar að nýjum þjálfara fyrir liðið.

Tindastóll hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum á móti Stjörnunni, Keflavík og Fjölni en tveir þeirra hafa verið á heimavelli þeirra í Síkinu. Fjölnir vann 97-89 sigur á Tindastól á Króknum í gær en bæði lið höfðu tapað tveimur fyrstu leikjum sínum.

Borce Ilievski var á sínu öðru ári með Tindastólsliðið en liðið vann 7 af 22 leikjum sínum í fyrra og rétt slapp við fall. Borce kom til Sauðárkróks frá Ísafirði þar sem að hann þjálfaði í nokkur ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×