Körfubolti

Haukar - Stjarnan 68-89

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Emil Barja skoraði sex stig fyrir Hauka í kvöld en þeir sáu aldrei til sólar gegn Stjörnunni að þessu sinni.
Emil Barja skoraði sex stig fyrir Hauka í kvöld en þeir sáu aldrei til sólar gegn Stjörnunni að þessu sinni.
Stjörnumenn lentu ekki í vandræðu með Hauka í kvöld en liðin mættust á Ásvöllum í Hafnarfirði. Sigur Garðbæinga var aldrei í hættu en þeir unnu að lokum 21 stigs sigur, 89-68.

Stjarnan tók snemma frumkvæðið í leiknum og var staðan í hálfleik 47-35, Garðbæingum í vil. Þeir gáfu enn í í þriðja leikhluta sem þeir unnu, 26-13. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Stjörnumenn.

Keith Cothran skoraði 26 stig fyrir Stjörnuna og Jovan Zdravevski 20. Hjá Haukum var Jovanni Shuler stigahæstur með 22 stig auk þess sem hann tók ellefu fráköst.

Haukar-Stjarnan 68-89 (18-24, 17-23, 13-26, 20-16)

Haukar: Jovanni Shuler 22/11 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Steinar Aronsson 10, Örn Sigurðarson 8, Sævar Ingi Haraldsson 8, Davíð Páll Hermannsson 6, Emil Barja 6/7 fráköst, Óskar Ingi Magnússon 3, Haukur Óskarsson 3, Helgi Björn Einarsson 2/6 fráköst.

Stjarnan: Keith Cothran 26/4 fráköst, Jovan Zdravevski 20/8 fráköst, Justin Shouse 13/4 fráköst/11 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 12/5 fráköst, Fannar Freyr Helgason 6/10 fráköst, Sigurjón Örn Lárusson 6/9 fráköst, Guðjón Lárusson 4, Dagur Kár Jónsson 2/4 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×