Körfubolti

Bárður tekur við af Borce á Króknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bárður Eyþórsson fagnar hér sigri á móti Tindastól en Helgi Rafn Viggósson, núverandi lærisveinn hans, fylgist með.
Bárður Eyþórsson fagnar hér sigri á móti Tindastól en Helgi Rafn Viggósson, núverandi lærisveinn hans, fylgist með.
Bárður Eyþórsson er kominn aftur í slaginn eftir 19 mánaða fjarveru og hefur tekið við þjálfun Tindastóls í Iceland Express deild karla í körfubolta.

Feykir staðfesti það í frétt í dag að búið sé að ganga frá ráðningu Bárðar. Þar kemur fram að Bárður stjórni sinni fyrstu æfingu í kvöld og fyrsti leikurinn er síðan á móti Stjörnunni í Lengjubikarnum á morgun.

Borce Ilievski hætti með Tindastólsliðið eftir tapið á móti Fjölni á fimmtudagskvöldið en Tindastóll var þar með búið að tapa þremur fyrstu leikjum sínum.

„Hingað kemur Bárður af frystitogaranum Hrafni Sveinbjarnasyni þar sem var einn af skipverjum þess og vonandi fiskast eins vel hjá honum hjá Tindastóli í vetur eins og áður," segir í fréttinni í Feyki.

Báður hefur þjálfað Snæfell, ÍR og Fjölni í efstu deild en hann þjálfaði síðast Fjölni veturinn 2009-2010.

Þjálfarasaga Bárðs í úrvalsdeild karla:

2002-03 Snæfell 8-14 (10.sæti í deild)

2003-04 Snæfell 18-4 (1.) + 6-3 í úrslitakeppni(2.sæti)

2004-05 Snæfell 16-6 (2.) + 6-4 í úk.(2.)

2005-06 Snæfell 14-8 (6.) + 1-2 í úk.

2006-07 ÍR 1-6, Fjölnir 2-11 (10.)

2007-08 Fjölnir 4-18 (12.)

2009-10 Fjölnir 7-15 (9.)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×