Fótbolti

Pinto á heima á Óskarsverðlaununum en ekki fótboltavellinum

Pinto er ekki hátt skrifaður hjá Uli Höness.
Pinto er ekki hátt skrifaður hjá Uli Höness.
Uli Höness, forseti Bayern Munchen, er algjörlega brjálaður út í Sergio Pinto, leikmann Hannover. Höness segir hann vera leikara sem eigi ekki skilið að vera á fótboltavellinum.

Pinto fiskaði einn leikmann Bayern af velli um helgina en Hannover nýtti sér liðsmuninn og vann leikinn, 2-1.

"Þetta er skammarlegt. Þessi drengur hefur verið með leikaraskap í mörg ár. Hann eyðilagði leikinn með leikaraskapnum sínum," sagði Höness.

"Þetta var ekki einu sinn brot en samt rúllaði Pinto sér einhverja fjóra hringi. Ég velti fyrir mér hvort þessi maður geti sofið á nóttunni?

"Aðeins tveim mínútum síðar hleypur hann eins og kanína út um allan völl. Þetta er algjörlega til skammar. Sergio Pinto er leikari sem á heima í Los Angeles á Óskarsverðlaununum. Hann á ekki heima á fótboltavellinum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×