Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan-KR 76-84 Kolbeinn Tumi Daðason í Ásgarði skrifar 27. október 2011 20:47 Edward Norton skoraði 21 stig í leiknum og var stigahæstur Vesturbæinga. mynd/anton KR-ingar unnu sannfærandi sigur á Stjörnunni í Garðabænum í kvöld. Lokatölurnar urðu 76-84 gestunum í vil sem sneru við blaðinu eftir að hafa verið yfirspilaðir í fyrsta leikhluta. Eftir að gestirnir úr KR komust í 0-3 með þriggja stiga körfu Hreggviðs Magnússonar tóku heimamenn í Stjörnunni völdin. Þeir spiluðu hörkuvörn og KR-ingar áttu í mestu vandræðum með að komast í góðar skotstöður. Á hinum enda vallarins stýrði Justin Shouse spili þeirra vel, boltinn flæddi vel og sóknunum lauk iðulega með skotum úr góðum stöðum. KR-ingurinn Finnur Atli Magnússon nældi sér í tvær villur á fyrstu tveimur mínútunum og bætti þeirri þriðju við í fyrsta leikhluta. Á sama tíma var félagi hans Emil Jóhannsson kominn með þrjár. Ljóst að spiltími þeirra í leiknum yrði minni en reiknað hafði verið með og munar um minna. Stjörnumenn höfðu fjórtán stiga forskot að loknum fyrsta leikhluta 32-18 og í góðum málum. Þeir sem reiknuðu með því að Stjörnumenn myndu sigla fram úr höfðu rangt fyrir sér. Miklu munaði um innkomu táninganna Kristófers Acox og Martins Hermannssonar í lið KR. Kristófer hirti fráköst á báðum endum vallarins og fór fyrir liði sínu í vörninni. Martin stjórnaði sóknarleik KR-inga afar vel sem hafði verið því sem næst stjórnlaus. Þá tyllti Jovan Zdraveski sér á bekkinn vegna meiðsla og kom ekki meira við sögu í leiknum. Þetta ásamt mikilli baráttu í vörninni varð til þess að KR-ingar komu sér aftur inni í leikinn og náðu forystunni undir lok hálfleiksins. Ekki bætti úr skák að Fannar Helgason nældi sér í sína fjórðu villu. Gestirnir leiddu með einu stigi í hálfleik, 41-42. Eftir jafnar upphafsmínútur í síðari hálfleik settu KR-ingar í annan gír. Munaði mestu um landana Edward Horton og David Tairu sem voru duglegir að skora. Skotnýting Stjörnumanna var hins vegar afleit í fjórðungnum og skoruðu þeir aðeins fimmtán stig. Staðan 56-68 KR í vil að loknum þriðja leikhluta. Þrátt fyrir góðan stuðning Garðbæinga í stúkunni tókst leikmönnum Stjörnunnar aldrei að gera fjórða leikhluta spennandi. KR-ingar héldu þægilegu forskoti sínu allan leikhlutann og unnu að lokum sannfærandi sigur 76-84. Edward Horton var stigahæstur gestanna með 21 stig auk þess að eiga 5 stoðsendingar. David Tairu skoraði fjórtán stig, tók 9 fráköst og átti 5 stoðsendingar. Hjá heimamönnum var Justin Shouse atkvæðamestur með 22 stig. Marvin Valdimarsson skoraði 15 stig auk þess að taka 7 fráköst. Með sigrinum komast KR-ingar upp í efsta sæti deildarinnar með sex stig. Þeir deila þó sætinu með Snæfelli, Stjörnunni, Þór Þorlákshöfn og Grindavík sem leikur gegn Tindastóli annað kvöld.Hrafn Kristjáns: Strákarnir unnu þrekvirki í öðrum leikhluta „Við megum ekki líta framhjá því að þeir misstu Jovan út. Hann er greinilega eitthvað meiddur. Stjarnan er engu síður frábært lið með frábæra leikmenn," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, í leikslok. Ótrúlegur viðsnúningur varð á milli fyrsta og annars leikhluta þar sem KR-ingar tóku völdin úr því sem virtist vonlausri stöðu. „Við stigum upp og frábært að sjá bekkinn koma inn og spila þennan frábæra varnarleik stóran hluta annars leikhluta. Við héldum þeim í níu stigum og að gera það þegar fólk er ennþá ansi ferskt er þrekvirki," sagði Hrafn. Martin Hermannsson, 17 ára, og Kristófer Acox, 18 ára, áttu frábæra innkomu í lið KR-inga í öðrum leikhluta. Það sést kannski ekki á tölfræðinni en barátta þeirra og áræðni smitaði út frá sér. Martin spilaði í yfir 20 mínútur áður en yfir lauk. Hann stýrði sóknarleik gestanna vel og hélt ágætlega aftur af Justin Shouse. „Þetta er strákur sem þekkir ekkert annað en að vera ábyrgur fyrir því að vinna körfuboltaleiki. Hann sér enga ástæðu til að breyta því eitthvað núna. Þar er uppeldinu að þakka, bæði heima fyrir og á æfingavellinum," sagði Hrafn en Martin er sonur Hermanns Haukssonar, fyrrum landsliðsmanns í körfubolta.Teitur: Við hittum illa utan af velli í dag „Þetta leit rosalega vel út í byrjun. En það kemur alltaf að því að liðið stöðvar „run-ið“. Þeir gerðu það og á sama tíma missum við okkar besta mann útaf (Jogvan Zdravevski) og það var sjokk fyrir okkur," sagði Teitur. Fjarvera Jovan var öllum ljós en Stjörnumenn áttu í miklum vandræðum hvort sem var í vörn eða sókn. Vonandi fyrir Garðbæinga að meiðsli hans séu ekki alvarleg. „Við vitum það ekki ennþá. Hann var ekkert búinn að æfa síðustu daga en var ákveðinn í að spila í dag. Þetta er bara það mikill sársauki í ilinni á honum að hann gat ekki haldið áfram. Eins og hann leit vel út fyrstu mínúturnar," sagði Teitur. „En svona er þetta. Það mæddi meira á öðrum mönnum og ég er gríðarlega stoltur af strákunum, hvernig þeir börðust og lögðu sig fram. Það var það sem við ætluðum að gera og vonandi hittum við betur í leikjunum framundan. Við hittum illa utan af velli í dag. Við höfum samt ekkert miklar áhyggjur af þessu," bætti Teitur við. Tapið var það fyrsta hjá heimamönnum á leiktíðinni og aðeins Grindavík er ósigrað í deildinni. Liðið leikur gegn Tindastóli á morgun.Hreggviður: Girtum okkur í brók „Það er bara nokkuð einfalt. Við girtum okkur í brók. Það var það eina sem við þurftum að gera. Fyrsti leikhluti var gríðarlega slakur af okkar hálfu. Við töluðum um það eftir fjórðunginn að það væri að duga eða drepast. Það var heldur betur að duga," sagði Hreggviður Magnússon leikmaður KR í leikslok. „Við spiluðum gríðarlega sterka vörn, þeir tóku alltaf erfið skot. Þetta voru þrír leikhlutar sem við áttum klárlega," sagði Hreggviður sem var ánægður með framlag ungu leikmannanna í liði sínu. „Á síðasta ári vorum við með marga reynda leikmenn og spiluðum mikið á þeim. Í ár eru margir yngri leikmenn að stíga upp eins og Martin og Kristó. Þeir eiga eftir að sýna góða takta í vallan vetur. Ég hef mikla trú á þeim," sagði Hreggviður.Stjarnan-KR 76-84 (32-18, 9-24, 15-26, 20-16) Stjarnan: Justin Shouse 22/4 fráköst, Marvin Valdimarsson 15/7 fráköst, Guðjón Lárusson 11/7 fráköst/3 varin skot, Keith Cothran 11/9 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8/6 fráköst, Jovan Zdravevski 7, Sigurjón Örn Lárusson 2. KR: Edward Lee Horton Jr. 21/5 stoðsendingar, David Tairu 16/9 fráköst/5 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Skarphéðinn Freyr Ingason 11/5 fráköst, Martin Hermannsson 9/4 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 4, Finnur Atli Magnusson 4/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 3, Kristófer Acox 2/5 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 1. Dominos-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira
KR-ingar unnu sannfærandi sigur á Stjörnunni í Garðabænum í kvöld. Lokatölurnar urðu 76-84 gestunum í vil sem sneru við blaðinu eftir að hafa verið yfirspilaðir í fyrsta leikhluta. Eftir að gestirnir úr KR komust í 0-3 með þriggja stiga körfu Hreggviðs Magnússonar tóku heimamenn í Stjörnunni völdin. Þeir spiluðu hörkuvörn og KR-ingar áttu í mestu vandræðum með að komast í góðar skotstöður. Á hinum enda vallarins stýrði Justin Shouse spili þeirra vel, boltinn flæddi vel og sóknunum lauk iðulega með skotum úr góðum stöðum. KR-ingurinn Finnur Atli Magnússon nældi sér í tvær villur á fyrstu tveimur mínútunum og bætti þeirri þriðju við í fyrsta leikhluta. Á sama tíma var félagi hans Emil Jóhannsson kominn með þrjár. Ljóst að spiltími þeirra í leiknum yrði minni en reiknað hafði verið með og munar um minna. Stjörnumenn höfðu fjórtán stiga forskot að loknum fyrsta leikhluta 32-18 og í góðum málum. Þeir sem reiknuðu með því að Stjörnumenn myndu sigla fram úr höfðu rangt fyrir sér. Miklu munaði um innkomu táninganna Kristófers Acox og Martins Hermannssonar í lið KR. Kristófer hirti fráköst á báðum endum vallarins og fór fyrir liði sínu í vörninni. Martin stjórnaði sóknarleik KR-inga afar vel sem hafði verið því sem næst stjórnlaus. Þá tyllti Jovan Zdraveski sér á bekkinn vegna meiðsla og kom ekki meira við sögu í leiknum. Þetta ásamt mikilli baráttu í vörninni varð til þess að KR-ingar komu sér aftur inni í leikinn og náðu forystunni undir lok hálfleiksins. Ekki bætti úr skák að Fannar Helgason nældi sér í sína fjórðu villu. Gestirnir leiddu með einu stigi í hálfleik, 41-42. Eftir jafnar upphafsmínútur í síðari hálfleik settu KR-ingar í annan gír. Munaði mestu um landana Edward Horton og David Tairu sem voru duglegir að skora. Skotnýting Stjörnumanna var hins vegar afleit í fjórðungnum og skoruðu þeir aðeins fimmtán stig. Staðan 56-68 KR í vil að loknum þriðja leikhluta. Þrátt fyrir góðan stuðning Garðbæinga í stúkunni tókst leikmönnum Stjörnunnar aldrei að gera fjórða leikhluta spennandi. KR-ingar héldu þægilegu forskoti sínu allan leikhlutann og unnu að lokum sannfærandi sigur 76-84. Edward Horton var stigahæstur gestanna með 21 stig auk þess að eiga 5 stoðsendingar. David Tairu skoraði fjórtán stig, tók 9 fráköst og átti 5 stoðsendingar. Hjá heimamönnum var Justin Shouse atkvæðamestur með 22 stig. Marvin Valdimarsson skoraði 15 stig auk þess að taka 7 fráköst. Með sigrinum komast KR-ingar upp í efsta sæti deildarinnar með sex stig. Þeir deila þó sætinu með Snæfelli, Stjörnunni, Þór Þorlákshöfn og Grindavík sem leikur gegn Tindastóli annað kvöld.Hrafn Kristjáns: Strákarnir unnu þrekvirki í öðrum leikhluta „Við megum ekki líta framhjá því að þeir misstu Jovan út. Hann er greinilega eitthvað meiddur. Stjarnan er engu síður frábært lið með frábæra leikmenn," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, í leikslok. Ótrúlegur viðsnúningur varð á milli fyrsta og annars leikhluta þar sem KR-ingar tóku völdin úr því sem virtist vonlausri stöðu. „Við stigum upp og frábært að sjá bekkinn koma inn og spila þennan frábæra varnarleik stóran hluta annars leikhluta. Við héldum þeim í níu stigum og að gera það þegar fólk er ennþá ansi ferskt er þrekvirki," sagði Hrafn. Martin Hermannsson, 17 ára, og Kristófer Acox, 18 ára, áttu frábæra innkomu í lið KR-inga í öðrum leikhluta. Það sést kannski ekki á tölfræðinni en barátta þeirra og áræðni smitaði út frá sér. Martin spilaði í yfir 20 mínútur áður en yfir lauk. Hann stýrði sóknarleik gestanna vel og hélt ágætlega aftur af Justin Shouse. „Þetta er strákur sem þekkir ekkert annað en að vera ábyrgur fyrir því að vinna körfuboltaleiki. Hann sér enga ástæðu til að breyta því eitthvað núna. Þar er uppeldinu að þakka, bæði heima fyrir og á æfingavellinum," sagði Hrafn en Martin er sonur Hermanns Haukssonar, fyrrum landsliðsmanns í körfubolta.Teitur: Við hittum illa utan af velli í dag „Þetta leit rosalega vel út í byrjun. En það kemur alltaf að því að liðið stöðvar „run-ið“. Þeir gerðu það og á sama tíma missum við okkar besta mann útaf (Jogvan Zdravevski) og það var sjokk fyrir okkur," sagði Teitur. Fjarvera Jovan var öllum ljós en Stjörnumenn áttu í miklum vandræðum hvort sem var í vörn eða sókn. Vonandi fyrir Garðbæinga að meiðsli hans séu ekki alvarleg. „Við vitum það ekki ennþá. Hann var ekkert búinn að æfa síðustu daga en var ákveðinn í að spila í dag. Þetta er bara það mikill sársauki í ilinni á honum að hann gat ekki haldið áfram. Eins og hann leit vel út fyrstu mínúturnar," sagði Teitur. „En svona er þetta. Það mæddi meira á öðrum mönnum og ég er gríðarlega stoltur af strákunum, hvernig þeir börðust og lögðu sig fram. Það var það sem við ætluðum að gera og vonandi hittum við betur í leikjunum framundan. Við hittum illa utan af velli í dag. Við höfum samt ekkert miklar áhyggjur af þessu," bætti Teitur við. Tapið var það fyrsta hjá heimamönnum á leiktíðinni og aðeins Grindavík er ósigrað í deildinni. Liðið leikur gegn Tindastóli á morgun.Hreggviður: Girtum okkur í brók „Það er bara nokkuð einfalt. Við girtum okkur í brók. Það var það eina sem við þurftum að gera. Fyrsti leikhluti var gríðarlega slakur af okkar hálfu. Við töluðum um það eftir fjórðunginn að það væri að duga eða drepast. Það var heldur betur að duga," sagði Hreggviður Magnússon leikmaður KR í leikslok. „Við spiluðum gríðarlega sterka vörn, þeir tóku alltaf erfið skot. Þetta voru þrír leikhlutar sem við áttum klárlega," sagði Hreggviður sem var ánægður með framlag ungu leikmannanna í liði sínu. „Á síðasta ári vorum við með marga reynda leikmenn og spiluðum mikið á þeim. Í ár eru margir yngri leikmenn að stíga upp eins og Martin og Kristó. Þeir eiga eftir að sýna góða takta í vallan vetur. Ég hef mikla trú á þeim," sagði Hreggviður.Stjarnan-KR 76-84 (32-18, 9-24, 15-26, 20-16) Stjarnan: Justin Shouse 22/4 fráköst, Marvin Valdimarsson 15/7 fráköst, Guðjón Lárusson 11/7 fráköst/3 varin skot, Keith Cothran 11/9 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8/6 fráköst, Jovan Zdravevski 7, Sigurjón Örn Lárusson 2. KR: Edward Lee Horton Jr. 21/5 stoðsendingar, David Tairu 16/9 fráköst/5 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Skarphéðinn Freyr Ingason 11/5 fráköst, Martin Hermannsson 9/4 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 4, Finnur Atli Magnusson 4/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 3, Kristófer Acox 2/5 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira