Hvað höfum við lært Heiðar Már Guðjónsson skrifar 13. október 2011 20:00 Hrunið var öllum mikið áfall en hrunið hefur jafnframt sýnt okkur hverjar brotalamir kerfisins eru. Ef enginn dregur lærdóm af hruninu er það sorglegt og ávísun á annað hrun. Hvað fór úrskeiðis? Hvernig gat það gerst að þróað samfélag fékk slíkan skell að hagkerfið dróst saman um helming á rúmu ári, mælt í alþjóðlegum myntum? Ef við skoðum þróunina frá síðustu niðursveiflu, 2001-2002, þá liggur fyrir hvaða þættir kynntu mest undir ofris og fall hagkerfisins, 2003-2008. Þetta eru sömu þættir og hafa áður valdið kollsteypum á Íslandi.1. Peningastefna sem ýtti undir erlenda lántöku, vaxtamunaviðskipti, og útþenslu fjármálakerfisins. Íslenska krónan styrktist alltof mikið, og niðurgreiddi því neyslu og innflutning fjárfestingavara, á meðan raunhagkerfið þjáðist vegna skekktrar samkeppnisstöðu. Á þessum árum jók Seðlabanki Íslands peningamagn í umferð um að meðaltali 40% á hverju ári, sem leiddi af sér eignabólu.2. Útgjöld hins opinbera tvöfölduðust á tímanum. Í stað þess að rifa seglin, 2003-2008, þá ákváðu stjórnvöld að keyra áfram á fullri ferð með meiri útþenslu en sást í nokkru þróuðu ríki.3. Ríkisrekin uppbygging stóriðju, sem hafði í för með sér fjárfestingu og innspýtingu í hagkerfið upp á 25% af þjóðarframleiðslu, átti sér stað á einungis 5 árum, þrýsti mjög á raunhagkerfið og ýtti enn frekar undir þenslu.4. Samrekstur viðskipta-og fjárfestingabanka, með öðrum orðum sparisjóðs og spilavítis, náði nýjum hæðum og hagkerfið sló heimsmet í stærð fjármálakerfis, sem náði að verða 10 föld þjóðarframleiðsla. Þegar stóriðjuframkvæmdum lauk, sem varð á sama tíma og þrengdi mjög að alþjóðlegum fjármálamörkuðum, hvarf innstreymi í krónuna á augabragði, og alger viðsnúningur varð í fjármagnsflutningum. Bankarnir, Seðlabankinn og stjórnvöld voru algerlega berskjölduð fyrir þessum snöggu breytingum, þó að hættumerki og viðvaranir hefðu verið áberandi um nokkurt skeið. Það er einfalt að laga þessi 4 atriði. Upptaka nýrrar myntar þarf ekki að taka meiri tíma en nokkrar vikur. Ítarlega hefur verið fjallað um einhliða upptöku eða gjaldmiðlasamstarf við t.d. Kanada og slíkir kostir eru í boði. Setja á takmörk á hallarekstur hins opinbera og inngrip þess í hagkerfið. Keynes sagði sjálfur að þegar hið opinbera væri farið að taka meira en 25% af hagkerfinu, á Íslandi í dag er það nær 50%, þá væri til einskins að auka útgjöld hins opinbera, heldur ætti alltaf að minnka umsvifin. Ekkert hagkerfi ræður við 25% fjárfestingu á örfáum árum einsog gerðist í kringum virkjun Kárahnjúka og tengda stóriðju. Þar við bætist að arðsemi verkefnisins er engin, því miður. Ríkið er ekki rétti aðilinn til að hagnýta tækifæri á hagkvæman hátt. Ríkið skapar aldrei varanlegan hagvöxt, það gerir einkaframtakið. Allur heimurinn á nú í vandræðum vegna samreksturs viðskipta- og fjárfestingabanka. Það telst seint vera kapítalismi að ríkið tryggi ákveðna atvinnugrein, það er frekar sósíalismi. Þar sem nær allt íslenskt bankakerfi er nú í eigu erlendra spákaupmanna, þ.e. núverandi kröfuhafa gömlu bankanna, er hægur vandi að klippa á þennan hættulega samrekstur. Það er nauðsynlegt að breyta þessum 4 þáttum ef á að tryggja að ekki verði lagt upp í aðra kollsteypu. Að þessum einföldu breytingum loknum mun hagkerfið skapa þjóðinni sjálfbær lífsskilyrði í fremstu röð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrunafmæli Tengdar fréttir Hvað tókst vel í bankahruninu? Tímabært er að svara þessari spurningu nú eftir að sameiginlegri björgunaráætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er lokið og þrjú ár eru liðin frá bankahruninu. Spurningin sjálf hefði þótt undarleg skömmu eftir áfallið þegar örvæntingin og reiðin réðu ríkjum. Mikið hefur verið rætt og ritað um það sem þá fór úrskeiðis en síður sagt frá því sem vel var gert. 6. október 2011 10:00 Þegar allt breyttist Fimmtudaginn 25. september 2008, daginn sem Glitnismenn gengu á fund Seðlabanka Íslands til að leita eftir aðstoð ríkisins við fjármögnunarvanda bankans, eignaðist ég son. Fundur þessi markaði á vissan hátt upphaf örlagaríkrar atburðarrásar sem margir hafa lýst sem hvirfilbyl, holskeflu…eða sem upphafinu að íslenska bankahruninu. 17. október 2011 09:15 Höfum við lært eitthvað? Hvað höfum við lært af hruni efnahags landsins haustið 2008 og af áhrifum þess á íslenskt samfélag? Hvað hefur breyst og hvaða umbótum höfum við náð fram? Á síðastliðnum þremur árum höfum við farið í umfangsmiklar og nauðsynlegar aðgerðir í ríkisfjármálum, skorið niður kostnað við þjónustu ríkisins, sameinað stofnanir og verkefni, hagrætt og varið velferðarþjónustuna eins og mögulegt er við þessar erfiðu aðstæður. 18. október 2011 09:15 Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Hrunið var öllum mikið áfall en hrunið hefur jafnframt sýnt okkur hverjar brotalamir kerfisins eru. Ef enginn dregur lærdóm af hruninu er það sorglegt og ávísun á annað hrun. Hvað fór úrskeiðis? Hvernig gat það gerst að þróað samfélag fékk slíkan skell að hagkerfið dróst saman um helming á rúmu ári, mælt í alþjóðlegum myntum? Ef við skoðum þróunina frá síðustu niðursveiflu, 2001-2002, þá liggur fyrir hvaða þættir kynntu mest undir ofris og fall hagkerfisins, 2003-2008. Þetta eru sömu þættir og hafa áður valdið kollsteypum á Íslandi.1. Peningastefna sem ýtti undir erlenda lántöku, vaxtamunaviðskipti, og útþenslu fjármálakerfisins. Íslenska krónan styrktist alltof mikið, og niðurgreiddi því neyslu og innflutning fjárfestingavara, á meðan raunhagkerfið þjáðist vegna skekktrar samkeppnisstöðu. Á þessum árum jók Seðlabanki Íslands peningamagn í umferð um að meðaltali 40% á hverju ári, sem leiddi af sér eignabólu.2. Útgjöld hins opinbera tvöfölduðust á tímanum. Í stað þess að rifa seglin, 2003-2008, þá ákváðu stjórnvöld að keyra áfram á fullri ferð með meiri útþenslu en sást í nokkru þróuðu ríki.3. Ríkisrekin uppbygging stóriðju, sem hafði í för með sér fjárfestingu og innspýtingu í hagkerfið upp á 25% af þjóðarframleiðslu, átti sér stað á einungis 5 árum, þrýsti mjög á raunhagkerfið og ýtti enn frekar undir þenslu.4. Samrekstur viðskipta-og fjárfestingabanka, með öðrum orðum sparisjóðs og spilavítis, náði nýjum hæðum og hagkerfið sló heimsmet í stærð fjármálakerfis, sem náði að verða 10 föld þjóðarframleiðsla. Þegar stóriðjuframkvæmdum lauk, sem varð á sama tíma og þrengdi mjög að alþjóðlegum fjármálamörkuðum, hvarf innstreymi í krónuna á augabragði, og alger viðsnúningur varð í fjármagnsflutningum. Bankarnir, Seðlabankinn og stjórnvöld voru algerlega berskjölduð fyrir þessum snöggu breytingum, þó að hættumerki og viðvaranir hefðu verið áberandi um nokkurt skeið. Það er einfalt að laga þessi 4 atriði. Upptaka nýrrar myntar þarf ekki að taka meiri tíma en nokkrar vikur. Ítarlega hefur verið fjallað um einhliða upptöku eða gjaldmiðlasamstarf við t.d. Kanada og slíkir kostir eru í boði. Setja á takmörk á hallarekstur hins opinbera og inngrip þess í hagkerfið. Keynes sagði sjálfur að þegar hið opinbera væri farið að taka meira en 25% af hagkerfinu, á Íslandi í dag er það nær 50%, þá væri til einskins að auka útgjöld hins opinbera, heldur ætti alltaf að minnka umsvifin. Ekkert hagkerfi ræður við 25% fjárfestingu á örfáum árum einsog gerðist í kringum virkjun Kárahnjúka og tengda stóriðju. Þar við bætist að arðsemi verkefnisins er engin, því miður. Ríkið er ekki rétti aðilinn til að hagnýta tækifæri á hagkvæman hátt. Ríkið skapar aldrei varanlegan hagvöxt, það gerir einkaframtakið. Allur heimurinn á nú í vandræðum vegna samreksturs viðskipta- og fjárfestingabanka. Það telst seint vera kapítalismi að ríkið tryggi ákveðna atvinnugrein, það er frekar sósíalismi. Þar sem nær allt íslenskt bankakerfi er nú í eigu erlendra spákaupmanna, þ.e. núverandi kröfuhafa gömlu bankanna, er hægur vandi að klippa á þennan hættulega samrekstur. Það er nauðsynlegt að breyta þessum 4 þáttum ef á að tryggja að ekki verði lagt upp í aðra kollsteypu. Að þessum einföldu breytingum loknum mun hagkerfið skapa þjóðinni sjálfbær lífsskilyrði í fremstu röð.
Hvað tókst vel í bankahruninu? Tímabært er að svara þessari spurningu nú eftir að sameiginlegri björgunaráætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er lokið og þrjú ár eru liðin frá bankahruninu. Spurningin sjálf hefði þótt undarleg skömmu eftir áfallið þegar örvæntingin og reiðin réðu ríkjum. Mikið hefur verið rætt og ritað um það sem þá fór úrskeiðis en síður sagt frá því sem vel var gert. 6. október 2011 10:00
Þegar allt breyttist Fimmtudaginn 25. september 2008, daginn sem Glitnismenn gengu á fund Seðlabanka Íslands til að leita eftir aðstoð ríkisins við fjármögnunarvanda bankans, eignaðist ég son. Fundur þessi markaði á vissan hátt upphaf örlagaríkrar atburðarrásar sem margir hafa lýst sem hvirfilbyl, holskeflu…eða sem upphafinu að íslenska bankahruninu. 17. október 2011 09:15
Höfum við lært eitthvað? Hvað höfum við lært af hruni efnahags landsins haustið 2008 og af áhrifum þess á íslenskt samfélag? Hvað hefur breyst og hvaða umbótum höfum við náð fram? Á síðastliðnum þremur árum höfum við farið í umfangsmiklar og nauðsynlegar aðgerðir í ríkisfjármálum, skorið niður kostnað við þjónustu ríkisins, sameinað stofnanir og verkefni, hagrætt og varið velferðarþjónustuna eins og mögulegt er við þessar erfiðu aðstæður. 18. október 2011 09:15
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun